Florealis Harpatinum við gigtarverkjum 225 mg, 90 stk

Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið á Íslandi til að draga úr vægum gigtarverkjum og liðverkjum svo sem í hnjám, baki, mjöðmum, hálsi og fingrum. Harpatinum er skráð í sérlyfjaskrá sem jurtalyf sem hefð er fyrir og inniheldur staðlaðan útdrátt úr djöflakló (Harpagophytum procumbens, 225 mg). Djöflakló er ein mest notaða jurtin í Evrópu til að lina gigtarverki.

Vörunúmer: 164944
+
4.929 kr
Vörulýsing

Harpatinum er selt án lyfseðils og hentar vel þeim sem eru með langvinna verki vegna slits eða vægrar gigtar. Jurtalyfið hefur einnig samþykkta ábendingu gegn vægum meltingartruflunum og er valkostur fyrir þá einstaklinga sem þola illa bólgueyðandi verkjalyf eða fá aukaverkanir í maga við notkun þeirra. Harpatinum eru mjúk hylki sem er auðvelt að gleypa, þolist almennt vel og hefur fáar aukaverkanir. Jurtalyfið er staðlað með tilliti til virkra efna í jurtinni sem tryggir að neytandinn fær alltaf réttan skammt í hverju hylki. Harpatinum er framleitt undir GMP aðstæðum sem tryggir virkni, gæði og áreiðanleika jurtalyfsins.

Notkun

Notkun: 2 hylki tvisvar á dag. 

Innihald

Hvert hylki inniheldur 225 mg af útdrætti úr Harpagophytum procumbens (Djöflakló). Harpatinum er hefðbundið jurtalyf notað til að draga úr vægum gigtarverkjum og til að draga úr vægum meltingartruflunum eins og uppþembu, vindgangi og tímabundnu lystarleysi. Ekki nota Harpatinum ef þú ert með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða ert með sár í maga eða þörmum. Ef þú hefur gallsteina eða liðverki samhliða bólgum, roða eða hita, skaltu hafa samband við lækni áður en þú notar Harpatinum. Hvorki ætlað börnum yngri en 18 ára né þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.florealis.is og www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er Florealis ehf.

Tengdar vörur