Florealis Aleria við bólum og óhreinindum í húð 50 ml.

Aleria kremið er ætlað til meðferðar á á bólum og óhreinindum í húð. Aleria kremið hefur bakteríudrepandi eiginleika auk þess sem það flýtir fyrir endurnýjun húðarinnar og veitir næringu og raka. Virka efnið í húðvörunum er TIAB sem er örveruhemjandi og myndar varnarhimnu yfir sýkta svæðið og hindrar þannig að sýkingin dreifist.  Auk þess myndar varnarhimnan ákjósanlegar aðstæður fyrir gróanda. Aleria er CE merkt lækningavara. Bólukremið minnkar  roða, bólgur og kláða ásamt því að veita góðan raka. Aleria hefur hlotið viðurkenningar og var valið bólukrem ársins 2019 í Svíþjóð.

Vörunúmer: 10145689
+
3.349 kr
Vörulýsing

Hvað er Aleria og hvernig virkar það?
Aleria er áhrifaríkt krem gegn bólum og húðóhreinindum á borð við fílapensla. Kremið minnkar roða, bólgur og kláða ásamt því að  veita góðan raka. Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg  fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla.

Fyrir hvern er Aleria?
Aleria hentar vel fyrir fólk á öllum aldri. Oft tengir fólk bólur helst við unglinga en það er einnig vel þekkt að aukin streita, mataræði,  blæðingar hjá konum og fleiri þættir geta orsakað bólur. Algengt  er að bólur myndist á efri hluta líkamans en skv. rannsóknum virkar Aleria bæði vel á andlit og efri hluta líkamans, t.a.m. bak og bringusvæði.

Margir sem eiga við alvarlegri bóluvandamál að etja eru á húðlyfjum sem þurrka upp húðina. Í þeim tilfellum hentar Aleria mjög vel sem viðbótarmeðferð því kremið er olíulaust og stíflar ekki húðkirtlana, Aleria inniheldur ekki ilmefni, parabena eða hormón.

Á hverju byggir þessi frábæra virkni?

  • Efnasambandið TIABTM myndar örverudrepandi varnarhjúp yfir húðina. Þetta veitir vörn gegn örverum og ertandi efnum og býr til kjöraðstæður fyrir húðina að gróa og endurnýja sig.
  • Hýalúrónsýra er mjög rakagefandi og græðandi, styður einnig við myndun varnarhjúpsins.
  • Aloe vera jurtaútdrátur róar húðina og veitir góðan raka.

Klínískar rannsóknir sýna verulegan árangur á 4 vikum

Aleria er skráð lækningavara og sýna niðurstöður klínískra og forklínískra rannsókna að kremið veitir skjóta virkni á bólur, roða og bólgur í húð. Eftir 4 vikna meðferð minnkar verulega roði og bólgur í  húð auk þess sem bólum fækkar.

Notkun

Þvo húð og þurrka. Bera þunnt lag á bólusvæði tvisvar  á dag

Tengdar vörur