Vöruflokkar
Amino fiskprótín Létt 120 hylki

Amíno Létt er fiskprótín úr villtum íslenskum þorski blandað með náttúrlegu trefjaefni og krómi. Fiskprótínið er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni og ensímum og framhaldinu síuð þannig að prótínið samanstendur einungis af smáum lífvirkum peptíðum. Seðjandi og mettandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun.

Vörunúmer: 10137745
+
3.341 kr
Vörulýsing

Alþjóðlegar rannsóknir benda til að prótín virki meira mettandi en fita og kolvetni og að neysla á prótíni fyrir máltíð hafi mildandi áhrif á blóðsykur. IceProtein® tæknin tryggir skjóta virkni prótínsins. Glúkómannan er náttúrulegt trefjaefni unnið úr hnýði konjac plöntunnar. Glúkómannan er þekkt fyrir einstaka hæfileika til að auka umfang sitt í meltingarveginum og auka þannig seddutilfinningu og seinka tæmingu magans. Fjöldi rannsókna sýna að glúkómannan hjálpar til við þyngdarstjórnun. Króm er nauðsynlegt fyrir orkubúskap líkamans vegna hlutverks þess í efnaskiptum glúkósa. Króm-pikkólínat hefur mikið verið notað við þyngdarstjórnun þar sem það er talið minnka sykurlöngun. 

Tengdar vörur