Anna Rósa dagkrem 30 ml.

Dagkremið er einstaklega nærandi og hentar mjög vel fyrir venjulega, þurra eða viðkvæma húð. Það gengur sérstaklega vel inn í húðina og er því tilvalið undir farða. Dagkremið gefur silkimjúka áferð, mýkir húðina og ver gegn veðri og vindum. Það innheldur náttúrulega sólarvörn og andoxunarefni sem viðhalda náttúrulegum raka húðar.

Vörunúmer: 10107552
+
7.475 kr
Vörulýsing

Áhrif:

  • Jafnar húð og gefur fallegan ljóma
  • Sérstaklega gott á bólur og blandaða húð
  • Andoxunarefni sem viðhalda raka
  • Hentar fyrir bæði kynin og er mjög gott eftir rakstur
  • Inniheldur náttúrulega sólarvörn
  • Dregur úr skaðlegum umhverfisáhrifum
  • Húðgerð: Fyrir venjulega, viðkvæma, feita og blandaða húð.

Notkun

Notkun: Gengur mjög fljótt inn í húðina og hentar vel undir farða. Berið á hreina húð á andliti, hálsi og bringu á morgnana og/eða kvöldin.

Innihald

Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Vegan, án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.

Geymsluþol: Dagkremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Kremið er framleitt oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika þess. Geymist við stofuhita.

Tengdar vörur