Vöruflokkar
Baby Brezza Formula Pro - útbýr pela með lítilli fyrirhöfn!

Baby Brezza Formula Pro er byltingarkennd vél til að útbúa mjólkurpela með sem minnstri fyrirhöfn. Vélin sér um að hita vatnið að líkamshita og blandar við rétt magn af formúlu dufti í hvert skipti. Það tekur einungis um 10-25 sekúndur að útbúa pela. Nýja Advanced vélin býður einng uppá að fá bara vatn, tilvalið til að blanda grauta.

Vörunúmer: 10149955
+
43.900 kr
Vörulýsing

Hver kannast ekki við vandræðin og vésenið sem fylgir því að blanda pela fyrir barnið sitt. Það þarf að hita vatnið, mæla rétt ofaní pelann og passa að það komi hvorki kekkir né of mikið af loftbólum. Ekki má gleyma því að oftast er barnið pirrað á meðan þú ert að sinna þessu þannig að það þarf ekki mikið til að allt fari úrskeiðis. Formula Pro er tæknileg lausn við þessu vandamáli þar sem vatnshitun, rétt magn af dufti og blanda á öllu þessu fer fram í einni einfaldri vél.

Það eina sem þú þarft að gera þegar búið er að setja upp vélina er að setja pelann undir stútinn og velja hversu mikið af blöndu þú vilt! Blandan kemur út við 35-37°C, ekki kekkjótt og þarf varla að hrista.

 


Tengdar vörur