Baby Foot gjafasett - gelsokkar og fótakrem

Gjafapakkinn inniheldur gelsokkana vinsælu og 30 ml. fótakrem. Allir eiga skilið silkimjúka fætur. Baby Foot Easy Pack er djúpvirkur skrúbbur sem losar þig við dauðar húðfrumur á einfaldan og árangursríkan hátt. Fótakremið er gott eftir Baby foot meðferð til að viðhalda silkimjúkum fótum.

Vörunúmer: 10150751
+
3.925 kr
Vörulýsing

Baby Foot gelsokkar
Pakkinn innheldur sokka sem þú klæðir þig í eftir að hafa þvegið fæturna. Þú ert í sokkunum í klukkustund og þværð þér svo aftur með sápu og vatni. Eftir 2-7 daga byrja dauðu húðfrumurnar að flagna af á náttúrulegan hátt og fæturnir á þér verða mjúkir eins og á litlu barni.

Baby Foot hefur verið þróað þannig að blandan ræðst á dauðar húðfrumur sem valda okkur óþægindum. Þökk sé 17 náttúrulegum kjörnum fjarlægir Baby Foot ekki bara dauðar húðfrumur, heldur nærir fæturnar og veitir þeim fallegri áferð.

Helstu innihaldsefni Baby Foot er ávaxtasýra ( mjólkursýra, Glycolic sýra, eplasýra og sítrónusýra sem eru fengnar út ávöxtum).

Flestir vilja hugsa vel um fæturnar á sér. Það að standa mikið við vinnu, nota þröngan fatnað eða ganga í óþægilegum skóm getur haft áhrif á fæturna. Íþróttaiðkun getur einnig komið í veg fyrir heilbrigða fætur.

Húðin á iljunum er þykkari en annarsstaðar á líkamanum og gamlar húðflögur eiga það til að safnast upp þegar fæturnir eru undir álagi, mikill núningur á fæti á sér stað, þegar við þyngjumst, eða við íþróttaiðkun.

Þegar húðin er orðin hörð, þurr, gróf eða sprungin og mikið hefur safnast af dauðum húðflögum myndast aukin lykt og blóðflæði til fótanna versnar, sem hefur í för með sér kaldar fætur. Það er því er mjög mikilvægt að fjarlægja dauðar húðflögur reglulega til þess að halda fótunum heilbrigðum.

Ein af algengustu leiðunum til þess að losna við dauðar húðfrumur er að nota fótaþjöl eða vikurstein, sem er mjög árangursrík leið. Þessari aðferð verður þó að halda við og gera mjög reglulega. Ef þú hefur skrapað fæturna þá getur þú hafa tekið eftir því að dauðar húðfrumur þekja allann fótinn í mörgum lögum. Ef að hluti dauðu húðfrumanna er þvingaður af þá skemmist ilin og þú færð þurra og sprungna il. Núningurinn sem myndast þegar verið er að skrapa af dauðu húðflögurnar þróar með sér vítahring því að dauðu húðflögurnar safnast saman og verða meiri og meiri.

Tengdar vörur