BIOEFFECT EGF Eye Mask Treatment

BIOEFFECT EGF EYE MASK TREATMENT hleypir nýju lífi í húðina á augnsvæðinu. Dregur úr hrukkum og fínum línum, gefur húðinni stinnara yfirbragð og aukinn ljóma auk þess að draga úr þrota og þreytumerkjum.

Vörunúmer: 10156262
+
9.197 kr
Vörulýsing

Varan samanstendur af EGF Eye Concentrate sem inniheldur aukið magn af EGF prótíninu og Imprinting Eye Masks, sem hámarka árangur. Varan dregur á áhrifaríkan hátt úr hrukkum og fínum línum á augnsvæðinu.

Hentar öllum húðgerðum og er án ilmefna.

Notkun

Berið eina pumpu af BIOEFFECT EGF Eye Concentrate á hreina húð undir hvort auga. Leggið síðan BIOEFFECT Imprinting Eye Masks yfir serumið. Látið sitja á húðinni í 15 mínútur áður en gelmaskarnir eru fjarlægðir. Nuddið afgangsserumi í kringum augun. Mælt er með því að nota 1-3 sinnum í viku til að ná hámarksárangri.

Tengdar vörur