Ef grunur er á þungun er hægt að komast að því með mikilli nákvæmni (99%) með stafræna þungunarprófinu frá Clearblue sem segir þér hvort þú sért þunguð eða ekki, engar línur og ekkert gisk, bara einfalt, „Pregnant“ Eða „Not pregnant“.
Clearblue Advanced frjósemismælirinn virkar með því að greina breytingar á tveimur lykilhormónum fyrir frjósemi - gulbúsmyndandi hormóni og estrógeni - í þvagi. Mælirinn greinir breytingarnar með einföldum prófum á þvagsýnum og sýnir daglega frjósemisstöðu þína á skjánum.
Mælirinn sýnir þér Low, High, eða Peak
Ef mælirinn segir:
- Low (lítil frjósemi) segir þér að ólíklegt sé. En þó hugsanlegt, að þú verðir þunguð við samfarir þann dag.
- High (mikil frjósemi) segir þér að auknar líkur séu á því að þú verðir þunguð við samfarir þann dag. Mælirinn sýnir þetta þegar hann greinir aukningu á estrógeni í þvagi þínu.
- Paek: (mjög mikil frjósemi) segir þér að frjósamasti tíminn sé runninn upp. Mælirinn sýnir þetta þegar hann greinir skyndilega aukningu á LH í þvagi þínu, 24-36 klukkustundum fyrir egglos. Mælirinn mun halda áfram að sýna Peak í 2 daga.