Difrax natural snuð 12 mánaða + margir litir

Snuð fyrir krílin frá sirka 12 mánaða aldri. Snuðin sem mæta sogþörf barnanna og líkir túttan eftir lagi geirvörtunnar. Túttan er sporöskjulaga og kúpt og gerir því barninu kleift að snúa snuðinu í munninum. 

Vörunúmer: 10147726
+
1.647 kr
Vörulýsing
  • Þar sem skjöldur snuðanna er fiðrildalagaður, falla þau vel að andliti barnsins og það loftar vel um vitin. 
  • Götin á skildinum veita umfram loftflæði og kemur þannig í veg fyrir ertingu í húðinni. 
  • Stærðin og lagið á snuðunum, stór skjöldur og hálffyllt túttan er sérstaklega hannað með það í huga að þau henti börnum frá 12 mánaða aldri. 
  • Túttan er örllitið stífari heldur en túttan á 6+ snuðunum, en er mýkri heldur en túttan á 18+ snuðunum. Þessir eiginleikar aðlagar barnið á náttúrulegan hátt við að minnka sogþörfina og fyrstu skrefin í átt að sleppa snuðinu. 
  • Snuðin veita barninu öryggi, huggun og slökun. 
  • Ráðlagt er að snuðum sé skipt út á 6 vikna fresti. Einnig er mikilvægt að framkvæma daglega athugun á snuði, toga þéttingsfast í túttuna sjálfa og ganga úr skugga um að snuðið sé heilt og óskemmt.
  • Fari barn að bíta í snuðin þá er ráðlagt að bjóða því nagstykki eða tanntökuhringi í staðinn.
  • Difrax vörurnar eru þróaðar í samvinnu við læknateymi sem m.a. samanstendur af barnalæknum, talmeinatæknum, tannlæknum, mjólkursérfræðingum og næringarráðgjöfum.
  • *Allar Difrax vörurnar eru BPA fríar.