Ear Band-it ULTRA með eyrnatöppum Blátt large (10 ára+)

Nýja Ear Band-It® Ultra eyrnabandið og silicon eyrnatapparnir eru hannaðir af bandarískum háls-, nef- og eyrnalækni sem sá að það varð að gera eitthvað svo sjúklingar hans gætu tekið þátt í daglegu lífi, stundað sundíþróttir án þess að eiga á hættu síendurteknar sýkingar í eyrum.  Afurðin er Ear Band-It® Ultra sem hefur farið sigurför um heiminn og er mælt með af háls- nef- og eyrnalæknum um allan heim.

Vörunúmer: 10145956
+
4.087 kr
Vörulýsing

Ear Band-It® Ultra hefur valdið straumhvörfum hjá börnum sem eru t.d. með rör í eyrum eða einstaklingum sem þjást af króniskum og endurteknum sýkingum í eyrnagöngum.   Nú geta allir farið í sund og notið þeirra lífsgæða sem felast í íslenskum sundlaugum.  Ear Band-It® Ultra er líka til fyrir fullorðna og hentar einstaklega vel fyrir þá sem stunda sjósund.

Í Ear Band-It® Ultra pakkanum er ennisband úr neoprene sem hefur verið endurbætt og endurhannað þannig að það fellur betur að höfuðlaginu og heldur eyrnatöppunum inni.  Ennisbandið eru úr 100% neoprene sem er 4mm þykkt sem veitir einstakan styrk og endingu.  Einstök lögun ennisbandsins gerir það að verkum að það helst á sínum stað þrátt fyrir ærslagang og leiki hjá yngstu kynslóðinni.    Með hverju eyrnabandi fylgja þrjú pör af eyrnatöppum úr siliconi sem eru flattir út og komið fyrir í ytra eyra.  Síðan er bandið sett yfir og sundferðin getur hafist.