Maskinn hreinsar allan farða sem á það til að verða eftir á húðinni þó búið sé að hreinsa hana með venjulegum hreinsi. Þessi kola tau-maski er fyrsti sinnar tegundar hjá Glamglow en hann hreinsar allan farða og skilur þig eftir með fullkomna húð á aðeins þremur mínútum.
Maskinn inniheldur Kol og öfluga míkróbubblu hreinsitækni ásamt hinu frábæra Green Tea TEOXI sem er í ótrúlega mörgum vörum frá Glamglow, Amínósýruna L – Arginine sem gefur þér ljómandi, geislandi og sexy húð.
Bubblesheet maskinn býr til froðu sem ver húðina þína á meðan hann hreinsar hana. Um leið og maskinn kemst í snertingu við súrefni byrjar hann að mynda froðu sem sér um það að djúphreinsa húðina af öllum óhreinindum og farða. Þú munt finna fyrir ákveðinni kitl tilfinningu sem kemur útaf efnunum sem eru í maskanum sem sjá til þess að vekja upp húðina þína!
Eftir að maskinn er búinn að vera á í þrjár mínútur er gott að nudda froðuna sem hefur myndast á yfirborði maskans í gegnum maskann þar sem þá ná að vinna saman hin magnaða forða og trefjaríki kolatau maskinn til að djúphreinsa og skrúbba á þér húðina. Hreinsið af með vatni. Notist einu sinni í viku sem djúphreinsir eða eftir þörfum.