Grindarbotnsþjálfi með þjálfunarappi

Grindarbotnsþjálfinn er byltingarkennd lausn til að styrkja grindarbotnsvöðva og losa sig þannig við hættu á þvagleka og legsigi en einnig til þess að auka unað af kynlífi. Notandinn spilar skemmtilega tölvuleiki í símanum sem hann stýrir með grindarbotnsvöðvunum. Skemmtilegir tölvuleikir sem eru hannaðir í samvinnu við helstu sérfræðinga Frakklands fyrir konur á öllum aldri. Skoðaðu fræðsluefni um grindarbotninn hér.

Vörunúmer: 10164399
+
29.900 kr

Vörulýsing

Notandinn svarar nokkrum spurningum og smáforritið stingur upp á eina af sex áherslum til að vinna með. Þannig fær notandinn möguleika til að sjá í fyrsta skiptið nákvæmlega virkni vöðvanna, viðbragðshraða, slökun, nákvæmni, hversu mörgum grömmum hefur verið lyft og hvernig árangur eykst hratt á stuttum tíma.
Þú þarft ekki lengur að búa við sársaukafullar og þreytandi afleiðingar af þvagleka, sigi líffæra og veikum grindarbotnsvöðvum. Grindarbotnsþjálfinn er styrktarþjálfun sem virkar!

  • Þróað með helstu sérfræðingum Frakka í grindarbotnslækningum
  • Klínískt staðfest tækni sem gefur einfalda endurgjöf
  • Nýstárleg einkaleyfisvarin lausn
  • Falleg og 100% vatnsheld hönnun
  • Nú þegar með meðmæli frá 1000+ læknum
     

TIL HVERS ER GRINDARBOTNSÞJÁLFINN?
Þú vilt vera örugg með að hlæja, hlaupa, hoppa eða jafnvel bara hósta, en þvagleki eða sig líffæra í grindarholi eru enn dagleg barátta hjá mörgum konum. Hver vill ekki auka unað í kynlífi, upplifun og ánægju? Ef þú hefur átt barn eða hefur farið í aðgerð á grindarholi, getur Grindarbotnsþjálfinn hjálpað þér að jafna þig fyrr. 

Grindarbotnsþjálfinn er fullkomið æfingakerfi fyrir grindarbotninn, hannað til að hjálpa þér að laga og styrkja grindarbotninn og meðal annars ná aftur betri stjórn á þvagblöðrunni með rauntíma endurgjöf í gegnum app.


RÆKTUM OKKUR SJÁLF OG BYRJUM INNAN FRÁ​. GRINDARBOTNSÞJÁLFUN ER INNILEG SJÁLFSRÆKT

  • Meira en milljarður kvenna stríðir við afleiðingar veikra grindarbotnsvöðva eins og þvagleka, legsig og blöðrusig.
  • Þjálfun grindarbotnsvöðvana er mikilvæg til að berjast gegn þvagleka og vandamálum í grindarholi. 
  • Það getur verið erfitt er að þjálfa vöðva sem þú sérð ekki en með Grindarbotnsþjálfanum verður það leikur einn.


GRINDARBOTNSÞJÁLFUNAR-APPIÐ LEIÐBEINIR ÞÉR
Þjálfunar-appið fylgir þér í gegnum hverja æfingu. Það veitir skýrar og einfaldar leiðbeiningar á hverri æfingu og kemur með ráðum fyrir fullkomna grindarbotnsþjálfun í hvert skipti. Skoða appið hér

FIMMHLIÐA GREINING Á GRINDARBOTNSVÖÐVUNUM ÞÍNUM
Grindarbotnsþjálfinn notar reiknirit til að meta árangur þinn í æfingum og sýnir hann með fimm lykilmælikvörðum: styrk, úthald, tíðni, snerpu og nákvæmni.

Grindarbotnsþjálfinn gerir þér kleift að nota persónumiðaðar grindarbotnsæfingar til að þú náir að bæta þig hraðar.

Fyrirvari: Hver einstaklingur er einstakur. Niðurstöður geta verið mismunandi eftir einstaklingum.Notkun

Grindarbotnsþjálfinn er aðeins 26 mm. á breidd. Hann er hannaður til að passa þægilega fyrir allar líkamsgerðir og mæla styrk þinn nákvæmlega. Efnið í Grindarbotnsþjálfanum er sílikon sem uppfyllir öll skilyrði fyrir lækningatæki.

Eftir hverja notkun skal Grindarbotnsþjálfinn þveginn með sápu og skolaður með vatni.

Tengdar vörur