Kativa Straigt Xtream Care sléttunarmeðferð án sléttujárns

Keratín hármeðferðir: Sléttar hárið og mýkir, eykur gljáa og bætir útlit. Sérstaklega gott fyrir hár sem er meira meðhöndlað. Einfalt og fljótlegt með íslenskar leiðbeiningar. Án formaldehýð – cruelty free. XTREME CARE: með keratíni og Cupuacu sem hjálpa með uppbyggingu á illa förnu hári. Athugið að sundlaugarnar eru fullar af salti og súlfötum sem eyða upp keratíninu.

Vörunúmer: 10150343
+
3.342 kr
Vörulýsing
Til heimanotkunar sléttimeðferð án sléttujárns. Án formaldehýð og guanidine. Einstök tækni, vernduð af einkarétti NICTECH®, sléttar hárið hratt og gefur fagmannlegan árangur sem endist í allt að 4 vikur (árangur er alltaf persónubundinn). Formúlan inniheldur Keratín og gerir hárið augljósa sléttara og beinna, með náttúrulegu útliti.   
Keratínið ásamt þyngd sameinda fjölliða umvefja hárið með vendandi himnu sem virkjast með hitanum frá hárblásaranum sem sléttar. 
 
Hver pakki inniheldur:  
 • Sléttunarmaska (A) - 150 mL / 5.1 fl.oz: sléttunarkrem sem þarfnast ekki sléttujárns til að virkja það. Án formaldehýð og guanidine.    
 • Sjampó sem notast eftir meðferðina (B) - 30 mL / 1 fl.oz: sjampó án salts, súlfötum, parabena frítt og glútein frítt. Inniheldur keratín úr grænmeti, lífræna argan olíu og ActiLiss®. Lengir endingu sléttunarmeðferðarinnar, hreinsar, gefur raka og byggir upp illa farið hár.  
 • Næring sem notast eftir meðferðina (C) - 30 mL / 1 fl.oz: : næring án salts, súlfötum, parabena frítt og glútein frítt. Inniheldur keratín úr grænmeti, lífræna argan olíu og ActiLiss®. Lengir endingu sléttunarmeðferðarinnar, gerir við meðhöndlað hár og gerir slétt og silkimjúkt. 
ActiLiss® er einkaréttar verndað efni sem vinnur gegn úfnu yfirbragði hársins og hefur (FHR) eða raka mótvinnandi eiginleika gegn rakaáhrifum á hárið sem auka og lengja sléttunaráhrifin.     
   
MIKILVÆGT
Þessi vara getur valdið breitingu í lit á lituðu hári. Mælt er með að gera meðferðina áður en hárið er litað. Það gæti þurft 2 pakkningar fyrir meðferðir á mjög síðu eða þykku hári. Árangur meðferðarinnar fer bæði eftir hárgerð og hversu liðað hárið er auk þess eftir vinnubrögðum við meðferðina. 
 
100% ÁRANGUR UPP AÐ STIGI 4 Í LIÐUM 
Áframhaldandi notkun af efninu bætir með tímanum áhrif sléttunarinnar.  
 
TIL AÐ BYRJA MEÐFERÐINA ÞARFTU: 
Sléttimeðferðar pakkann frá Kativa, hárblásara með mjóum stút, flatan hárbursta, fína greiðu og handklæði.  
 
Leiðbeiningar
 
Undirbúiningur: 
 1. Þvoið hárið með sjampói (ekki úr pakkanum), notið ekki næringu. Þurrkið hárið fullkomlega og notið engar hárvörur. 
 2. Skiftið nýlega þvegnu, ónærðu, óflóknu, þurru hárinu í tvo hluta. Notið hanskana þegar sléttimaskinn er borinn í hárið, lokk fyrir lokk. Ekki fara nær rót hársins en ½ cm. Dreifið maskanum jafnt yfir hárið, einn hluta á eftir hinum þar til hárið er algerlega þakið. 
 3. Látið bíða í hárinu í 15 mínútur. Þá á að greiða hárið með fínni greiðu og fjarlægja þannig allt efni sem er ofaukið úr hárinu til að auðvelda þurrkunina.  
 4. MIKILVÆGT: 
  Þurrkið hárið með hárþurrku og flötum bursta, sléttandi hvern lokk fyrir sig þar til þeir eru allir orðnir fullkomlega þurrir og sléttir. Hárið á ekki að vera smjörkennt.
  Mikilvægt: Þegar hárið er þurrkað ætti stúturinn á hárþurrkunni að vera 3 cm frá háriðnu. Betri þurrkun gefur betri árangur. Hæfileg hárburstun ætti að hjálpa til við að slétta hárið.  Þvoið hárið með sjampóinu sem fylgir í pakkanum 2-3 sinnum til að fjarlægja algerlega sléttimaskann. Skolið með vatni og berið næringuna úr pakkanum í hárið. Látið ver í hárinu í 3 mínútur áður en hún er skoluð úr.
 5. Ef þú ætlar að lita hárið eftir meðferðina sleppir þú næringunni eftir að hafa þvegið hárið með sjampóinu. Það getur haft áhrif á litunina ef sléttunarmaskinn er ekki fjarlægður algerlega úr hárinu fyrir litun.   
 6. Leyfið hárinu að þorna náttúrulega eða notið hárblásara. Ekki gleyma að þessi efni eru virkjuð með hita og hárið verður sléttara með blástri. Frekari notkun með hárþurrku mun auka endingu meðferðarinnar. Ekki lita hárið fyrr en hárið er orðið alveg þurrt. 
Loka árangur.  
   
MÆLUM MEР
Besti árangurinn daglega næst þegar efnið er virkjað með hárþurrku. Til að viðhalda áhrifum meðferðarinnar í lengri tíma er best að nota Kativa eftir meðferðar vörurnar.