AstaSkin
AstaSkin er sérsniðin formúla fyrir húðina. Þessi blanda inniheldur Astaxanthin, seramíð og kollagen auk vítamína og steinefna sem stuðla að heilbrigðri húð. Hver eining inniheldur 30 dagsskammta (2 hylki á dag).
Hver dagsskammtur inniheldur:
- Astaxanthin 6 mg – Klínískar rannsóknir benda til þess að 6 mg af Astaxanthini verndar húð fyrir útfjólubláum geislum og þ.a.l. dregur úr hrukkumyndun
- Myoceram™ seramíð unnin úr hrísgrjónahýði 30 mg – fituefni sem hindrar rakatap í efstu lögum húðarinnar.
- Fisk kollagen 250 mg – viðheldur bandvefsmyndun í húð o A-vítamín, ríbóflavín, níasín, bíótín og sink viðhalda eðlilegri húð.
- C-vítamín stuðlar að eðlilegri kollagen myndun í húð.
- D-vítamín hefur hlutverk í frumuskiptingu í líkamanum
Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og hefur margvísleg áhrif á líkamann. Húð, vöðvar, liðbönd, augu og hjarta- og æðakerfi eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna.
AstaCardio
Hér á Íslandi erum við vön því að taka lýsi sem oftast hér á landi er unnið úr þorskalifur. Núna býðst þér að sækja omega-3 fitusýrurnar beint til upprunans – frá smáþörungum.
Hvert hylki af Vegan AstaOmega innheldur Omega-3 fitusýrur EPA og DHA ásamt 4mg af Astaxanthin, öfluga andoxunarefninu frá náttúrunnar hendi. Þessi efni eru talin minnka bólgur í vefjum líkamans sem stuðla að bættri starfsemi hjarta, heila og augna.
- Stuðlar að bættri heilsu hjarta, heila og sjón
- Getur minnkað bólgur, bætt þrek og endurheimt
- Verndar og stuðlar að fallegri húð