KT Tape Pro #Stealth Beige

KT Tape er teygjanlegt íþróttateip sem hannað er til þess að lina sársauka og styðja við vöðva, sinar og liðbönd. . KT TAPE® PRO • Þægilegt í notkun  í 4-7 daga • Vatnshelt • Endingargott 100% gervitrefjaefni sem andar mjög vel Meiri upplýsingar þegar klikkað er á vöru. 
Vörunúmer: 10152318
+
4.873 kr
Vörulýsing
  • Virkar í 4-7 daga
  • Vatnshelt
  • Sérgert efni sem andar
  • Er 5 cm á breidd og 5 metrar á lengd    

Hvernig virkar KT Tape® ? 
Við líkamsmeiðsl, sökum álags eða eftir högg, safnast upp sogæðavökvi og veldur bólgu á því svæði sem fyrir verður.

Þessi vökvauppsöfnun getur orsakað aukinn þrýsting í vöðvum og líkamsvefjum og skapað umtalsverðan sársauka og óþægindi. Því er haldið fram að með réttri notkun KT Tape, lyfti það húðinni og dragi þannig úr þrýstingi á bandvefsreifar, og auðveldi flæði sogæðavökva sem flytur hvítar blóðfrumur um líkamann og fjarlægir úrgangsefni, frumuleifar og bakteríur. 
 
Hvers vegna að nota KT Tape® ?
Ekkert hægir meira á þér en meiðsli og sársauki, hvort sem þú ert að æfa fyrir fyrsta maraþonhlaupið þitt, gera þig tilbúinn fyrir leik, stefna að persónulegu þjálfunarmarkmiði, eða einfaldlega að reyna að komast í gegn um daginn. KT Tape er létt og þægilegt í notkun, og hægt er að nota það við fjöldann allan af algengum meiðslum. Hér má til dæmis nefna verki í mjóbaki, hnjám eða öxlum, sinaskeiðarbólgu, tognun í ökkla, og tennisolnboga. KT Tape léttir sársauka og veitir stuðning svo þú þurfir ekki að taka því rólega. 
 
Úr hverju er KT Tape® ?
KT Tape PRO, PRO Extreme og PRO X eru búin til úr háþróuðu,ofur-endingargóðu, tilbúnu gerviefni með 30% sterkari teygjukjarna

Tengdar vörur