Moustidose DEET moskító-og flugnafæla

Moustidose DEET er flugnafæla sem inniheldur 30% DEET að viðbættu Citriodiol sem ætlað er fyrir erfið svæði þar sem moskító, mý eða skógarmýtlar eru í miklu magni. Virka innihaldsefnið DEET hefur mikla virkni og veitir vörn í allt að átta klukkustundir. Mikil og langvarandi notkun getur valdið ertingu á húð. Moustidose DEET má nota á börn eldri en 30 mánaða.

Vörunúmer: 10134818
+
3.646 kr
Vörulýsing

Sérstaklega er mælt með notkun DEET á erfiðum svæðum t.d. Afríku, suðurríkjum Bandaríkjanna, Asíu og Suður Ameríku. Samkvæmt heimasíðu EPA (United States Environmental Protection Agency) er áætlað að um þriðjungur bandaríkjamanna noti DEET reglulega til að forðast mýbit og mýtla. Mælt er með notkun DEET á erfiðum svæðum. Veitir allt að 8 klst vörn.

Ef vart verður við ofnæmisviðbrögð þá skal hætta notkun efnisins. Ef nauðsynlegt er að fara til læknis þá skal hafa flöskuna með sér til að sýna lækninum innihaldsefnin.

Moustidose flugnafælurnar eru framleiddar af Laboratories Gilbert í Frakklandi og innihalda þau virku efni sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur nauðsynleg til þess að verjast bitum mýtla og mýbitum. Sérstök áhersla er lögð á að þeir sem ferðist til suðrænna landa, Asíu, USA, Suður Ameríku og Afríku noti flugnafælu sem inniheldur annaðhvort ICARIDINE eða DEET. Það er nauðsynlegt til að halda frá t.d. Nílarflugunni sem ber með sér West Nile vírusinn sem m.a. getur valdið drómasýki (Lyme disease).   Aðrir þekktir sjúkdómar sem berast með Mýi eru t.d. malaría, gula, chikungunya og dengue hitasótt.

Tengdar vörur