Natures Aid Active Man 60 stk.

Eftir 35 ára aldur er talið að testósteron hjá karlmönnum minnki að meðaltali um 2% á ári. Minnkað magn þessara hormóna getur leitt til þess að kynhvötin minnkar, það verður vart við svefnleysi, jafnvel skapsveiflur og líkamsfita eykst svo eitthvað sé nefnt.  Einnig er talið að fjórðungur karlamanna yfir 16 ára aldri hafa einhverntíma átt við risvandamál að stríða.

Vörunúmer: 10138393
+
2.430 kr
Vörulýsing

Í gegnum söguna hafa menn uppgötvað virkni ýmissa næringarefna og jurta sem geta aukið úthald, kyngetu og ánægju af því að stunda kynlíf og er Active Man  þróað með þessa þætti í huga.

Active man hylkin innihalda 1500 mg l-arginín, 900 mg kóreskt gingseng, 450 mg damianajurt, 500 mg maca og 15 mg sink.

  • Arginín – Stinning og að viðhalda kynferðislegri örvun kallar á framleiðslu líkamans á köfnunarefnisoxíð (nitric oxide) en til þess að það gerist þurfum við m.a. á amínósýrunni arginín að halda.  Köfnunarefnisoxíð er framleitt í öllum vefum líkamans og það hjálpar til við að stýra blóðflæði ásamt því að þjóna mikilvægu hlutverki í ónæmis- og taugakerfinu.
  • Kóreskt gingseng – er oft notað til að draga úr streitu og við stinningarvanda en það getur aukið blóðflæðið þar sem það víkkar út æðarnar og rannsóknir hafa sýnt að það hefur jákvæð áhrif þegar um stinningarvanda er að ræða.
  • Damania – er jurt sem getur gagnast við getuleysi og aukið kynhvöt.
  • Maca – er oft kallað perúskt gingseng því það er notað til að auka úthald, orku og kyngetu.
  • Sink – er mikilvægt fyrir eðlilega starfsemi og skiptingu fruma. Einnig gegnir það afar mikilvægu hlutverki í allri tímgunarstarfsemi karla, ekki síst hormónamyndun, framleiðslu sæðis og hreyfanleika þess.

Tengdar vörur