Natures Aid Digestive Enzyme Complex 60 stk.

Meltingarensím geta hjálpað gegn uppþembu, loftmyndun, magaverkjum og fleiru. Þessi meltingarensím innihalda Lactasa sem brýtur niður laktósa í mjólkurvörum og hjálpa því fólki með laktósaóþol mjög mikið. Töflurnar eru teknar í upphafi máltíðar.

Vörunúmer: 10137417
+
3.202 kr
Vörulýsing
  • Auðvelda meltingu á þungum mat
  • Minnka líkur á uppþembu og óþægindum
  • Brjóta niður laktósa
  • Meltingin byrjar í munninum. Oft gefum við okkur ekki nægan tíma til að tyggja matinn en í munninum sem og maga, brisi, lifur og þörmum myndast ensím sem brjóta niður fæðuna. Ýmislegt getur valdið því að við framleiðum ekki nægjanlegt af þessum ensímum. Einkenni á skorti getur verið uppþemba, loftmyndun, magaverkir og fleira.

Digestive Ezyme hefur engar skaðlegar aukaverkanir.

Notkun

Ein til tvær töflur á dag með mat

Innihald
  • Amylase – er ensím hjálpar til við niðurbrot á kolvetnum.
  • Lipase – er ensím sem sér um meltingu/niðurbrot á fitu
  • Protease – er ensím sem hjálpar til við meltingu/niðurbrot á próteinum og einnig hjálpar það líkamanum að losna við sýkingar og bólgur.
  • Cellulase – hjálpar til við niðurbrot á jurtatrefjum (cellulose) og breyta í glúkósa.
  • Lactase – brýtur niður laktósa í mjólkurvörum og er það sérlega hjálplegt þeim sem þjást af laktósa/mjólkur óþoli.
  • Betaine Hydrochloride  – „Hydrochloric acid“  er nauðsynlegt hjálparefni við niðurbrot á próteini en of lítið magn af þessari sýru getur leitt til óþæginda.  Betaine Hydrochloride getur aukið magn þessarar sýru á náttúrulegan hátt.