- Nasaleze Allergy Blocker getur hjálpað gegn ofnæmi af völdum gróðurs, frjókorna, dýra og rykmaura.
- Úðanum er sprautað í nefið þar sem hann myndar einskonar gel varnarlag sem fangar ofnæmisvaka áður en þeir komast lengra og valda ofnæmiseinkennum.
- Ólíkt lyfjum sem hjálpa til við að draga úr ofnæmiseinkennum, virkar Nasaleze fyrirbyggjandi til að stöðva ofnæmisviðbrögð áður en einkenna verður vart.
- Nota má Nasaleze Allergy Blocker með ofnæmislyfjum, sem samsetta meðferð í baráttunni gegn ofnæmi.
Nasaleze Allergy gegn ofnæmi
Nasaleze Allergy Blocker er fyrirbyggjandi meðferð í baráttunni við ofnæmi, t.d. af völdum gróðurs og frjókornaofnæmis. Nasaleze er úði sem sprautað er upp í nef og myndar þar einskonar varnarlag sem ver gegn ofnæmi. Nasaleze er lækningatæki með sannaða virkni og gerðar hafa verið 35 klínískar rannsóknir á virkni vörunnar.
Vörunúmer: 10159817
Vörulýsing
Notkun
- Nasaleze á helst að nota áður en einstaklingur kemst í snertingu við ofnæmisvaka, en þó er hægt að nota það líka eftir að ofnæmiseinkenna verður vart.
- Yfirleitt virkar úðinn í 6 klst í senn en þó er það misjafnt eftir einstaklingum. Úðann þarf að nota 2 til 3 á dag til að virknin haldist.
- Nasaleze Allergy Blocker virkar á áhrifaríkan hátt á vægt og meðal slæmt ofnæmi og ofnæmisbólgu.
Allir frá 18 mánaða aldri geta notað Nasaleze Allergy Blocker. Varan er örugg fyrir alla hópa, einnig þungaðar konur, konur með börn á brjósti, börn frá 18 mánaða aldri og íþróttafólk. Í pakkanum eru ítarlegar leiðbeiningar á íslensku.
Innihald
Innihald er Hýdroxýprópýl metýlsellulósi (HPMC) og piparmintuduft.
Nasaleze er vegan.