Númer eitt bætiefnabox Vörn, 30 skammtar

Viltu efla varnir líkamans gegn umgangspestum? Er flensutímabilið að skella á? VÖRN gæti hentað þér vel.  VÖRN inniheldur B-vítamínblöndu, C-vítamín, sínk og D-vítamín sem allt eru næringarefni sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins. VÖRN inniheldur einnig jurtina sólhatt en rannsóknir hafa bent til þess að hún efli ónæmiskerfið og geti bæði hjálpað til við að koma í veg fyrir veikindi og stytta tíma veikinda. D-vítamín, C-vítamín, B-vítamínblanda, sínk og sólhattur. Næring beint úr náttúrunni sem líkaminn á auðvelt með að nýta. Laus við óþarfa aukefni. Þægilegir dagspakkar sem auðvelt er að taka með sér hvert sem er. Allt í einum pakka: bæði umhverfisvænna og hagkvæmara. Hver poki er 1 dagsskammtur sem inniheldur 5 töflur og hylki.
Vörunúmer: 10165204
+
9.999 kr
Vörulýsing
Ónæmiskerfi - D-vítamín, C-vítamín, sínk, B-12 og fólat stuðla að eðlilegri virkni ónæmiskerfisins
 
D-vítamín, C-vítamín, B-vítamínblanda, sólhattur og sínk.
Í fullkomnum heimi fengjum við öll nauðsynleg næringarefni daglega beint úr heilnæmri fæðunni en eins og við vitum er lífið allskonar. Suma daga erum við græn í gegn og aðra er það kannski bara kaffi og ristað brauð. Þannig er lífið, enginn dagur eins og misjafnar áskoranir sem mæta okkur. Þess vegna tölum við stundum um að bætiefnin séu eins konar baktrygging. Hvert einasta innihaldsefni er valið af kostgæfni og næringarefnin eru fengin beint úr náttúrunni: úr jurtum, ávöxtum og grænmeti sem eru rík af þeim. Þannig stuðlum við að hámarksnýtingu og höldum okkur fjarri óþarfa aukefnum. Hönnun umbúðanna stuðlar svo að þægindum og góðum venjum.
 
Hver poki er einn dagsskammtur og hann inniheldur 5 hylki og töflur:
 • 1x D vítamín
 • 1x C-vítamín
 • 1x sínk
 • 1x sólhatt
 • 1x B-vítamínblöndu
 
Þarna ertu með heildarpakka í einum poka sem er auðvelt að taka með sér út í daginn. Geymdu kassann þar sem þér hentar best svo þú munir eftir honum. Taktu dagsskammtinn með þér í vinnuna eða vikuskammtinn í fríið.
Vörn – jafnvægi – orka
 
Hvaða kostum er varan gædd?
 • Öflug blanda B-vítamína stuðlar m.a. að eðlilegri orkumyndun, dregur úr þreytu og stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga-, ónæmis- og hormónakerfis.
 • B12, fólat og B6 stuðla enn fremur að eðlilegum efnaskiptum hvað varðar hómósystein en það er amínósýra sem þarf að huga sérstaklega að með hækkandi aldri. Of hátt magn hómósýsteins í blóðinu hefur verið tengt við aukna hættu á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og heilabilun en B12, fólat og B6 stuðla að því að halda magninu innan eðlilegra marka.
 • C-vítamín stuðlar m.a. að eðlilegri myndum kollagens, styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið, ver frumur gegn oxunarálagi, eykur upptöku járns og dregur úr þreytu.
 • D-vítamín stuðlar m.a. að eðlilegri úrvinnslu kalks og viðhaldi beina og tanna , styrkir ónæmiskerfið og stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi.
 • Sínk stuðlar m.a. að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og eðlilegu viðhaldi beina, tanna, húðar, hárs, nagla og sjónar.
 • Sólhattur er talinn efla varnir líkamans, draga úr líkunum á veirusýkingum og stytta tíma veikinda

Ábyrgðaraðili: Mulier Fortis ehf.

Tengdar vörur