ChitoCare græðandi spray 50 ml. - gott við sólbruna

ChitoCare eru náttúrulegar sáravörur sem hafa reynst vel á flest sár, brunasár, sólbruna og ýmsa húðkvilla. Hentar vel á mýbit. ChitoCare myndar filmu yfir húð sem þannig verndar húðina. ChitoCare hefur verið að reynast mjög vel við bitum og ofnæsiviðbrögðum sem koma í kjölfarið. Gott er að geyma Chitocare í ísskáp. Chitocare er íslenskt, það er náttúrulegt og veldur ekki aukaverkunum.

Vörunúmer: 10145279
+
2.767 kr
Vörulýsing

ChitoCare:

  • Dregur úr blæðingu
  • Verndar og græðir sár
  • Dregur úr örmyndun
  • Bakteríudrepandi
  • Dregur úr roða og kláða
  • Góð áhrif á sólbruna og sviða
  • Gott á mýbit
  • Gott að bera á húð eftir rakstur til að fækka inngrónum hárum
  • Gott á bleyjuútbrot
  • Gott á bólur og húðbólgur

 

Meðmæli notanda:

"Ég hef notað Chitocare sáragelið til þess að bera á ör eftir aðgerð sem ég fór í og hefur það lýst á undraverðum tíma. Mig óraði ekki fyrir því hvað það yrði fljótt að verða fínt og ég tel það að stærstum hluta vegna vera vegna sáragelsins.
Og vegna þessarar góðu reynslu greip ég í gelið þegar ég sólbrann í vikunni sem leið. Ég er ekki vön að brenna og þrátt fyrir að hafa notað góða vörn fékk ég einnig sólarexem í ofanálag. 
Ég var rauð á bringunni, klæjaði og fékk útbrot. Leið bara satt að segja frekar bölvanlega og ákvað að prófa að bera á mig þetta fína græðandi gel.
Vaknaði daginn eftir laus við kláðann, roðinn hafði minnkað mikið og útbrotin farin. Eftir eitt skipti. Ég veit ekki alveg hvað er í þessu geli en eitthvað dásamlegt er það. Ég mæli heilshugar með því að hafa þetta með í ferðatöskunni ef þið eruð á leið í sól, já hvort sem er innanlands eða utan. Og jafnvel eiga bara alltaf til í skápunum, gott að getað gripið í þetta eftir þörfum.
Takk fyrir mig!"  Valgerður Gréta.