Probi® Baby mjólkursýrugerlar eru í duft formi sem hentar vel í grautinn eða drykkinn. Börn þurfa ekki síður á mjólkursýrugerlum að halda en fullorðnir en góð þarmaflóra skiptir jafnframt gríðarlega miklu máli fyrir þau yngstu. Probi® Baby eru sérhannaðir mjólkursýrugerlar fyrir þarfir barna sem hafa það að markmiði að stuðla að heilbrigði meltingarvegarins. Probi® Baby inniheldur mjólkursýrugerilinn Lactobacillus Rhamnosus 271, sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að virki vel til inntöku samhliða sýklalyfjum.