Slökun með appelsínubragði 226 gr.

Slökun Magnesíum duftið hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Duftið er leyst upp í vatni og er í sítrat formi sem líkaminn á gott með að nýta til þeirra mörgu starfa sem hann þarf magnesíum. Meðal þess sem Slökun þykir gagnast vel við er streita, svefntruflanir, sinadráttur, fótaóeirð og hægðatregða.

Vörunúmer: 10101711
+
3.634 kr
Vörulýsing

Magnesíum hefur mörgum hlutverkum að gegna í líkamanum. Það kemur við sögu í yfir 300 efnahvörfum og því ákaflega mikilvægt til þess að öll líkamskerfi geti starfað rétt. Sem dæmi um hin mörgu hlutverk magnesíum má nefna:

  • Nauðsynlegt fyrir eðlilega vöðvavirkni – einkum vöðvaslökun
  • Nauðsynlegt fyrir eðlilega taugavirkni – einkum taugaslökun
  • Ómissandi þáttur orkuvinnslu í hverri einustu frumu líkamans
  • Nauðsynlegt fyrir eðlilega starfssemi hjarta og æðakerfis – spilar t.d. mikilvægt hlutverk í að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi
  • Mjög mikilvægt fyrir beinheilsu – nauðsynlegt til að tryggja eðlilega beinþéttni og endurnýjun beina

Ábyrgðaraðili: Mamma veit best ehf.

Notkun
  • 1-3 tsk á dag - gott að byrja á 1 tsk og hækka skammtinn smátt og smátt eftir þörfum
  • Gott að taka á kvöldin til að sofa betur en má taka hvenær sem er dagsins
  • Best að blanda við sjóðand vatn - setja duftið í bolla, hella smá heitu yfir og láta duftið freyða og leysast alveg upp, hella því næst meira vatni (heitu eða köldu) og drekka

Athugið: Getur valdið niðurgangi í háum skömmtum

Tengdar vörur