Smidge flugna-og lúsmýfæla 75 ml.

Smidge® veitir áhrifaríka vörn gegn lúsmýi, moskítóflugum, mítlum og öðrum skordýrum sem bíta. Smidge® samanstendur af innihaldsefnum sem henta vel fyrir fjölskyldumeðlimi eldri en 2 ára. Smidge® inniheldur virka efnið Saltidin® sem veitir skjóta og kraftmikla vörn í allt að 8 klukkustundir. Smidge® er vatns- og svitaþolin, inniheldur ekki DEET og óhætt að nota fyrir þungaðar konur.

Vörunúmer: 10163532
+
3.140 kr
Vörulýsing

Hvað er Lúsmý, hvernig finnur það okkur og hvernig virkar Smidge?
Lúsmý er agnarsmá fluga, almennt um 1-3 mm og illsjáanleg. Þær sjást einna helst þegar þær safnast margar saman, t.d. á húð manna. Þær laðast að okkur fyrst vegna koltvísýrings sem við gefum frá okkur þegar við öndum, því næst leita þær að öðrum vísbendingum eins og hreyfingu, líkamshita og líkamslykt. Aðeins kvennflugan bítur, en hún þarf blóðgjafa til þess að þroska eggin sín. Þegar ,,þunguð“ lúsmýfluga bítur þig gefur hún frá sér ferómón til þess að bjóða ,,vinkonum sínum" að ,,matarborðinu"!

Smidge virkar þannig að ákveðnir nemar (antenna receptor) sem flugan notar til að skynja bráð sína blokkerast. Þegar flugan nálgast þig, þá finnur hún ekki lyktina af þér og nemur þig ekki sem bráð!


Smidge inniheldur 20% Picaridin, en Picaridin hefur sýnt og sannað ágæti sitt í gegnum tíðina og er framúrskarandi skordýrafæla! Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur bent á að Picaridin geti virkað jafn vel eða betur en DEET til að koma í veg fyrir bit!

  • Picaridin er ekki húðertandi.
  • Picaridin er ekki ætandi á plast né önnur efni P
  • Picaridin hefur ekki áhrif á SPF virkni í sólarvörnum 
  • Picaridin er óhætt að nota fyrir þungaðar konur 


Ekki láta skordýrin eyðileggja upplifun þína á náttúrunni, gríptu þér Smidge og vertu tilbúin/n í baráttuna gegn lúsmýinu!

Tengdar vörur