Króm er hluti af efni (GTF) sem gerir frumur líkamans næmari fyrir insúlíni. Nægilegt króm getur bætt insúlínvirkni og hjálpað til við hvort sem er of háan eða of lágan blóðsykur. Auk þess gegnir króm mikilvægu hlutverki í virkni skjaldkirtils, en hann sér meðal annars um að stjórna efnaskiptum líkamans. Króm er nauðsynlegt fyrir bruna á mettaðri fitu og aðstoðar við umbreytingu glúkósa í glycogen, en á því formi geymir líkaminn glúkósa þar til þörf er á honum (þegar adrenalínið kallar). Einnig hjálpar króm við vinnslu ýmissa hormóna í heilanum sem stjórna matarlyst og minnka löngun í sykur. Fjögurra mánaða rannsókn á 180 sykursjúklingum (týpu 2) bar saman daglega notkun á 1000µg, 200 µg og lyfleysu. Blóðsykurgildin bötnuðu eftir 2 mánuði hjá þeim sem fengu 1000 µg og eftir 4 mánuði í báðum króm hópunum.1 Aðrar rannsóknir sýna svipaðan árangur.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.