Vinveittu bakteríurnar, þær meinvirku og Candida sveppurinn ættu í raun og sanni að vera í góðu jafnvægi í líkama okkar.
Nútíma lifnaðarhættir mannsins með óhollu mataræði, stressi og ýmiskonar lyfjanotkun, valda því að Candida sveppurinn nær oft undirtökunum í meltingarveginum. Yfirtaka hans getur valdið óþéttum meltingarvegi, meltingarvandamálum, ofnæmi, óþoli og ójafnvægi í ónæmiskerfi. Þegar gersveppurinn hefur náð slíku ægivaldi á þarmaflórunni er komin upp svokölluð Candida sveppasýking, sem svo margir þekkja vegna mikillar umræðu undanfarinna ára, sérstaklega í tengslum við inntöku sýklalyfja og sykurát.
Hinn sérhæfði gerlahópur sem notaður er í Super 8 blönduna er sérvalinn með tilliti til þess að ná jafnvægi í gerlaflóruna og koma í veg fyrir sýkingar af völdum Candida Albicans og annara sveppa..
Fyrir 5 ára og eldri.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.