Betri svefn - 12 vikna vefnámskeið

Fáðu ráð hjá svefnráðgjafa. Í samstarfi við Betri svefn býður Lyfja upp á 6 vikna vefmeðferð við svefnleysi, ásamt 6 vikna eftirfylgd (samtals 12 vikur). Við mælum með að þú takir skimunarprófið til að kanna hvort að vefmeðferðin henti þér.

Í vefmeðferðinni felst meðal annars:
- dagleg svefnskráning
- vikuleg fræðslumyndbönd
- einstaklingsmiðaðar ráðleggingar
- aðgengi að sálfræðingum

Vörunúmer: 10160150
+
19.900 kr
Vörulýsing

Formleg meðferð er samtals 6 vikur, þá hefur þú aðgang að vikulegum fyrirlestrum þar sem farið er yfir þá þætti sem meðferðin tekur á t.d. fræðsla um svefn og hollar svefnvenjur, áreitisstjórnun, tímabundna svefnskerðingu, svefnumhverfið, mataræði og hreyfingu, streitu, svefnlyfjanotkun, hugsanaskráningu og slökun svo eitthvað sé nefnt. Samhliða því að horfa á vikulega fyrirlestra þarf að fylla út svefndagbók þar sem haldið er utan um síðastliðnar nætur. Í svefndagbókinni svarar þú spurningum t.d. hvenær þú fórst að sofa, klukkan hvað þú vaknaðir, hversu oft þú vaknaðir yfir nóttinga og svo frv. Út frá svefndagbókinni færðu ráðgjöf um ráðlagðan svefn- og háttatíma sem þú svo fylgir í hverri viku út meðferðina.

Í meðferðinni er boðið upp á eftirfylgd sem gott er að nýta ef þörf er á meiri tíma en 6 vikum til að koma svefninum í lag. Á þessum vikum er hægt að rifja upp fyrirlestrana og halda skráningum í svefndagbókinni áfram.

Einstaklingsmiðuð ráðgjöf er í boði samhliða meðferðinni en notendur meðferðarinnar hafa aðgang að starfsfólki Betri Svefns í gegnum tölvupóst þar sem hægt er að senda fyrirspurnir og fá ráðleggingar eftir þörfum.

Þegar vefnámskeiðið er greitt í netverslun Lyfju færðu sendar upplýsingar um skráningu á vefnámskeið um hæl í töluvpósti og link á skráninguna.