Vellíðan í öskju | Lyfja

Vellíðan er besta gjöfin. Vellíðan í öskju inniheldur sérvaldar vörur sem næra líkama og sál. Askjan hentar öllum þeim sem vilja setja sjálfa sig í fyrsta sætið, skapa innri ró og njóta líðandi stundar. 

Vörunúmer: 10164134
+
12.490 kr
Vörulýsing

Gjafaaskjan inniheldur:

Eco Bath baðsalt | Slakandi baðsalt með ilmkjarnaolíum
Epsom salt hefur lengi verið notað til heilsubóta. Aðalefnið í Epsom er Magnesium Sulphate, sem hefur þann eiginleika hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefni úr líkamanum og hjálpa til við slökun og ró. The Eco Bath Eczema Epsom salt inniheldur ilmkjarnaoliur sem þekktar eru fyrir að hafa góð áhrif á exem og styðja við virkni Epsom saltsins. 1 kg.

Mádara augnmaska | 15 mínútna augnmaski sem veitir raka
Lífrænt vottaðaður Eye Lift 15 mínútna maski sem endurlífgar og veitir húðinni í kringum augun aukinn raka og lyftingu. Hýalúrínsýra, byggstöngulvatn og silkitrésekstrakt tryggja öfluga þéttingu húðarinnar á augnsvæðinu. Maskinn skilar virkum efnum djúpt í húðina og hjálpar til við að mýkja hrukkur, draga úr þrota, dökkum hringjum og pokum undir augum. Skilur augnsvæðið eftir rakafyllra, bjartarar og ferskar. Pakkinn inniheldur 3 sett af augnmaska.

ChitoCare handáburð | Silkimjúkar hendur
ChitoCare er íslenskt húðvörumerki og er handáburðurinn stútfullur af virkum náttúrulegum efnum sem vernda og næra hendurnar.  Hann er öflugur rakagjafi fyrir þurrar og sprungnar hendur og þurr svæði eins og olnboga og hné. 50 ml.

Aqua Oleum Lavander spray | Gott fyrir svefninn
Róandi og hreinsandi eiginleiki Lavender ilmkjarnaolíunnar hefur verið þekktur í langan tíma. Hér er komin tilbúin blanda af Lavender og hreinu uppsprettuvatni. Þessi blanda virkar mjög vel sem kælandi og róandi fyrir húðina. Spreyið nýtist vel sem stuðningur við betri svefn, þú einfaldlega spreyjar örlitlu á koddann fyrir svefninn. 100 ml.

DW ilmkerti | Róar hugann
Dásamlegt ilmkerti sem róar hugann. Kertið er með um það bil 33ja tíma brennslutíma. 

Allt leitar jafnvægis, finndu þitt

Tengdar vörur