Wileys Wild Alaskan Fish Oil Peak EPA 1000mg, 30 hylki

Hágæða, sterkt ufsalýsi í hylkjum. Inniheldur 750 mg EPA og 250mg DHA omega 3 fitusýrur. Unnið úr sjálfbærum ufsastofni sem veiddur er til matar í Beringshafi. Laust við: Sykur, glúten, sterkju, ger, hveiti, mjólk, gervi bragð og litarefni, hnetur, skelfisk, egg, jarðhnetur, soja og maís.

Vörunúmer: 10150639
+
4.167 kr
Vörulýsing
Unnin úr ufsa sem er veiddur í Beringshafi
Ufsa stofninn í Beringshafi er talinn sá sjálfbærasti í heimi
Beringshafið er með hreinni höfum heims
Ufsinn er veiddur til matar – omega 3 unnið úr lifur, augum og hausum
Allt vinnsluferlið gengur hratt fyrir sig til að viðhalda ferskleikanum
 
Hvernig er Wiley´s finest fiskiolían framleidd?
 • Fyrst er hrá olían unnin beint úr ferskum fiskinum með aldagamalli aðferð sem kallast ´Rendering´. Þá er hausum, lifur og afskurði breytt í fiskiolíu og fiskimjöl.
 • Olían er unnin úr villtum, sjáfbærum Ufsastofni í Beringshafi. Hann er veiddur til matar og olían unnin úr innmat og afskurði.
 • Mikið af hráolíunni er unnin um borð í stórum skipum sem kallast ´Catcher-processor´. Hluti hennar er líka unninn í vinnslustöðvum í landi.
 • Um leið og búið er að flaka fiskinn eru hausar og lifrar sendar í olíuvinnsluna.
 • Olían er fengin með því að elda afskurðinn sem er aðallega hausar og lifrar. Mest af olíunni er í lifrinni.
 • Næst kemur síun, olían veidd ofan af og restin þurrkuð í fiskimjöl.
 • Fiskiolían fer síðan í þeytivindu til að skilja olíuna frá öllum ögnum sem eftir eru.
 • Olíunni er svo pakkað í tanka sem tryggja ferskleika hennar. Hún er svo send í vinnslustöð Wiley´s finest í Ohio.
 • Þegar þangað er komið þarf að hreinsa og vinna olíuna
 • Þar er hún hreinsuð með aðferð sem kallast ´Molecular´ distillation
 • Þessi tækni fjarlægir allt óæskilegt eins og PCB, þungmálma, bragð og lykt án þess að skemma viðkvæmar Omega 3 fitusýrurnar.
 • Næst er afurðin unnin í þau mismunandi bætiefni og styrkleika sem Wiley´s finest býður uppá með bestu mögulegu tækni.
Hráefnin í Wiley´s finest er AlaskOmega fiskiolían sem fjölskyldufyrirtækið hefur framleitt í meira en 35 ár. Þau eru leiðandi framleiðslu fiskiolíu sem er lág á TOTOX skalanum.
 
Hvað er TOTOX?
Total oxidation eða heildar oxun er mælikvarði á ferskleika olíunnar. Ferskari olía þýðir minna bragð og lykt og þú ert laus við „fiskiropann“ sem fylgir sumum fiskiolíum. TOTOX er alþjóðlegur staðall.
 
Vottanir Wiley´s finest
 • MSC ecolabel
 • Marine stewardship council
 • Non-profit sem hefur eftirlit með rekjanleika og sjálfbærni sjávarafurða
 • Virt og áreiðanleg gæðavottun
NSF
 • Alþjóðleg , óháð, non-profit vottun
 • Strangt eftirlit með innihaldi, umbúðum og aðferðum
IFOS
 • Wiley´s finest hefur hlotið 5 stjörnu vottun sem aðeins bestu fiskiolíur fá
 • Óháð gæðavottun
 • Gæðaeftirlit með fiskiolíum
 • Hver framleiðslulota prófuð
 • Strangar gæðakröfur
o Öll innihaldsefni eins og umbúðir segja til um
o Oxun 75% lægri en sá staðall sem CRN setur
o PCB 50% lægri en CRN staðall
o Dioxin 50% lægri en WHO staðall
 
„Ný kynslóð fólks sem tekur inn fiskiolíu er komin fram. Fólk sem sér fiskiolíu ekki bara sem bætiefni heldur sem sjávarafurð. Þetta fólk gerir ekki bara þá kröfu að bætiefnið innihaldi hátt hlutfall DHA og EPA heldur einnig að afurðin sé rekjanleg og fengin úr sjálfbærum iðnaði.“
Sam Wiley
Notkun
Skammtur: 1 hylki
30 hylki
750 mg EPA
250 mg DHA
Innihald

Concentrated Wild Alaska ufsaolía, gelatínhylki (fiskigelatín), glýserín, hreinsað vatn, náttúrulegt E vítamín

Tengdar vörur