Yes or No þungunarpróf

Notaðu YES OR NO þungunarprófið til að úrskurða um þungun þegar tíðum hefur seinkað. Þú getur fyrr gert ráðstafanir varðandi meðgöngueftirlit ef þú veist snemma af þunguninni. Ef þú færð jákvæða niðurstöðu er ráðlegt að fara strax til læknis svo að meðgöngueftirlit geti hafist.

Vörunúmer: 10024203
+
2.349 kr
Vörulýsing
Lesa skal allar upplýsingarnar á þessu blaði áður en prófið er gert. YES OR NO þungunarprófið er fljótlegt og einfalt þungunarpróf sem konan getur gert sjálf og mælir magn hormónsins hCG (human chorionic gonadotropin) í þvaginu, en það segir til um hvort þungun hefur orðið eða ekki.
 
Prófið er gert með því að halda vökvadræga pinnanum í þvagbununni eða dýfa honum í þvag sem hefur verið safnað í ílát.
 
Hvernig prófið er notað
Fjarlægðu lokið og haltu í hinn endann á prófunaráhaldinu. Haltu vökvadræga pinnanum í að minnsta kosti 10 sekúndur í þvagbununni þar til hann er orðinn alveg blautur. Gættu þess vel að þvag fari ekki á próf- og viðmiðunargluggana. Einnig getur þú látið þvag þitt renna í hreint og þurrt ílát og dýft vökvadræga pinnanum lóðréttum í það í að minnsta kosti 10 sekúndur.
 
Strax og þú hefur fjarlægt prófáhaldið úr þvagbununni/ ílátinu skaltu setja lokið á aftur, láta próf- og viðmiðunargluggana snúa upp og byrja að taka tímann. 
 
Þegar prófið hefst sérð þú ef til vill ljósrautt flæði fara yfir próf- og viðmiðunargluggana á prófáhaldinu.
 
Notkunarleiðbeiningar
Eftir þrjár mínútur er hægt að skoða niðurstöðuna. Ef engin rauð lína birtist skal bíða einni mínútu lengur. Jákvæð niðurstaða getur komið fram eftir eina mínútu eða styttri tíma, eftir því hver styrkur hCG er. Ekki skal lesa niðurstöðu eftir 10 mínútur.
 
Hvernig á að lesa niðurstöðurnar?
Sjáist tvær rauðar línur, bæði í prófglugganum og viðmiðunarglugganum, er líklegt að þú sért þunguð. Önnur línan getur verið ljósari en hin, þær þurfa ekki að vera alveg eins.
 
Ef ein rauð lína er í viðmiðunarglugganum ertu líklega ekki þunguð. 
 
  • þunguð
  • ekki þunguð
 
Ómarktæk niðurstaða – Niðurstaðan er ómarktæk ef engin rauð lína birtist í viðmiðunarglugganum, jafnvel þó að lína birtist í prófglugganum.
Þá skalt þú endurtaka prófið með nýju prófáhaldi.
 
Hvaða þættir geta haft áhrif á niðurstöðu prófsins?
Lyf sem innihalda hCG (svo sem Pregnyl, Profasi, Pergonal og APL) geta gefið ranga, jákvæða niðurstöðu. Alkóhól, getnaðarvarnapillur, verkjalyf, sýklalyf og hormónameðferðarlyf sem ekki innihalda hCG eiga ekki að hafa áhrif á niðurstöðu prófsins.
 
Ennfremur geta nokkrir sjúkdómar aukið magn hCG , þar á meðal blöðrur á eggjastokkum og utanlegsþykkt (utanlegsfóstur).
 
Áreiðanleiki þungunarprófsins er jafn mikill og þungunarprófa sem læknar gera, ef það er notað rétt. Þrátt fyrir mikið öryggi er sá möguleiki fyrir hendi að þetta próf gefi rangar niðurstöður.
Því skalt leita læknis áður en gripið er til frekari ráðstafana. 
 
Hvernig virkar prófið?
Þungunarprófið YES OR NO finnur hormón í þvaginu sem líkaminn framleiðir á meðgöngu (hCG).
 
Hversu fljótt eftir að grunur um þungun vaknar er hægt að gera prófið? Hægt er að prófa þvagið strax fyrsta daginn eftir að tíðir áttu að hefjast.
 

Spurningar og svör

Verð ég að prófa fyrsta morgunþvag?
Hægt er að prófa hvenær dags sem er en fyrsta morgunþvagið er þó yfirleitt sterkast og þar af leiðandi með mest af hCG.  
 
Hvað á ég að gera ef niðurstöðurnar sýna að ég sé þunguð?
Það merkir að í þvaginu er hCG og þú ert líklega þunguð. Hafðu samband við lækni til að staðfesta að þú sért þunguð og ræða hvað þú skulir gera.
 
Hvernig veit ég hvort prófið var gert á réttan hátt? 
Ef rauð lína sést í viðmiðunarglugganum (kringlótta glugganum) er það til marks um að þú hafir farið rétt að og að rétt magn af þvagi hafi dregist upp í pinnann.
 
Hvað á ég að gera ef niðurstöðurnar sýna að ég sé ekki barnshafandi?
Það merkir að ekkert hCG hafi fundist í þvaginu og að líklega sért þú ekki þunguð. Ef þú byrjar ekki á blæðingum innan viku eftir að þær áttu að hefjast skaltu endurtaka prófið með nýju prófáhaldi. Ef þú færð aftur sömu niðurstöðu eftir endurtekið próf og blæðingar hefjast ekki enn ættir þú að hafa samband við lækni.
 
Við hvetjum þig til að fara þannig að til að auka líkurnar á góðri heilsu þinni og barnsins á meðgöngunni:
 
Borðaðu fjölbreytt fæði, hættu að reykja og hættu að neyta áfengis.
 
Ráðleggingar
  • Athugið sérstaklega eftirfarandi: 
  • Notist ekki eftir gildisdagsetninguna sem er prentuð á álumbúðirnar.
  • Geymist á þurrum stað við 2-30°C. Álumbúðirnar skulu ná herbergishita áður en þær eru opnaðar.
  • Má ekki frjósa.
  • Geymist þar sem börn ná ekki til.
  • Notist ekki ef álumbúðirnar eru rifnar eða skaddaðar
  • Ætlað eingöngu til greiningar. Ekki ætlað til inntöku.
  • Ekki skal opna álumbúðirnar fyrr en þær hafa náð stofuhita og prófið getur hafist.

Tengdar vörur