C vítamín

C-vítamin er eitt mest notaða náttúrumeðal gegn kvefi og flensu. Það er þekkt andoxunarefni og talið ónæmiseflandi og styrkja varnir líkamans. Margir hafa tröllatrú á að C vítamín dragi úr líkum á kvefi, að það dragi úr einkennum og stytti kveftímann. Læknar skyrbjúg og hjálpar við upptöku járns. C vítamín er öflugt andoxunarefni sem minnkar sólskaða í húð vegna útfjólublárrar geislunar, örvar kollagennýmyndun og hefur áhrif á litabreytingar í húð (lýsir húðina).