• Vöggugjöf titill

Vöggugjöf

Takk fyrir frábærar viðtökur á Vöggugjöfinni kæru foreldrar. við erum í skýjunum! Því miður kláruðust allar Vöggugjafirnar en við eigum von á fleirum á næstu vikum. Má ekki bjóða þér að skrá netfangið þitt á póstlistann okkar og við látum þig vita um leið og við fáum fleiri Vöggugjafir?

SKRÁ Á PÓSTLISTA

Til hamingju með nýja lífið elsku foreldrar. Munið að doka við og njóta litlu hlutanna á leiðinni því tíminn líður svo alltof hratt með þessum fallegu og mjúku ungbörnum.

Vöggugjöf Lyfju er ókeypis glaðningur, ætlaður verðandi foreldrum og börnum að þriggja mánaða aldri. Gjöfin inniheldur ýmsar vörur sem nýtast vel á þessum spennandi tímum.

Gangi ykkur vel í nýja hlutverkinu 


Vöggugjöf Lyfju

Fyrir verðandi og nýbakaða foreldra og börn að þriggja mánaða aldri

Nýju hlutverki fylgir ómæld gleði og gæðastundir. Mundu að doka við og njóta litlu hlutanna á leiðinni. Það er þó að ýmsu að huga þegar fjölskyldan stækkar. Það þarf að græja og gera, redda og stússast. Sumt er til, annað vantar og sumt meira að segja vissir þú ekki að þú þyrftir, fyrr en á reynir. Við vonum svo sannarlega að þessi litla Vöggugjöf komi í góðar þarfir fyrir þig og þína.


Vörurnar í Vöggu­gjöfinni

Vöggugjöf lyfju inniheldur ýmsar gæðavörur sem koma í góðar þarfir á þessum spennandi tímum í lífi fjölskyldunnar. Sumar vörur eru í fullri stærð og aðrar eru lúxusprufur. Að auki inniheldur Vöggugjöfin bækling með ýmsum gagnlegum upplýsingum og fræðsluefni fyrir foreldra. Skoðaðu vörurnar í Vöggugjöfinni hér að neðan.


MAM Easy Start Anti-Colic peli 130 ml.

Easy Starf Anti-Colic pelinn er með ventilbotni sem kemur í veg fyrir að lofttæmi myndist innan í pelanum. Þannig næst jafnt og þétt mjólkurflæði sem gerir það að verkum að barnið gleypir ekki loft. Auðvelt er að taka pelan í sundur og þrífa. 130 ml.

Opna vöru

Lansinoh peli með túttu 160 ml.

Túttan er sérstaklega hönnuð til að líkja eftir brjóstinu sem gerir barninu auðveldara að fara á milli brjósts og pela. Túttan dregur úr líkum á að barnið gleypi loft sem gæti haft áhrif á magaverki og uppköst. Medium flow.

Opna vöru

Curaprox Baby snuð +0

Curaprox snuðin eru hönnuð af tannréttingasérfræðingum og hafa frábæra kosti; • Róar barnið • Kemur í veg fyrir tilfærslu tanna • Styður við eðlilega þróun góms og kjálka • Styður við eðlilega stöðu tungu sem eykur líkurnar á eðlilegum málþroska • Tryggir ákjósanlega öndun.

Opna vöru

Optibac Adult Gummies 2 stk.

Styður við heilbrigða þarmaflóru og heilbrigt ónæmiskerfi. Optibac Adult Gummies er góðgerlahlaup með ávaxtabragði, án sykurs. Þessi blanda inniheldur 5 miljarða góðgerla ásamt D3-vítamín og Sínk sem getur stuðlað að bættu ónæmiskerfi, sem og Kalsíum til að styðja við heilbrigða þarmaflóru. Fyrir fullorðna. 2 gúmmí.

Opna vöru

MAM Start snuð 0-2 mánaða 1 stk.

Snuð fyrir fyrirbura og nýbura (0-2 mánaða). Túttan er afar létt og auðvelt að halda í munninum.  Stór loftgöt og hrjúft innra lagi sem hlífir barnshúðinni vel. Ath að sótthreinsibox fylgir ekki.

Opna vöru

Lansionh dömubindi eftir fæðingu 1 stk.

Bindi sérstaklega hönnuð fyrir konur eftir fæðingu. Extra þykk og rakadræg til þess að nota þegar mesta blæðingin er fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Mjúk og sérstaklega hönnuð fyrir viðkvæma húð. Lögunin er hönnuð til þess að auka þægindi á viðkvæmu svæði eftir fæðingu. Eru með lekavörn til að varast að leki meðfram. Extra löng bindi með vængjum til að tryggja að þau sitji kyrr.

Opna vöru

Chicco Physio Soft mini snuð 0-2 mánaða 1 stk.

Chicco Mini soft ungbarna snuð silicone 0-2mánaða. Hönnuð sérstaklega fyrir ungabörn og eru aðeins 11,7gr. Úr mjúku silicone sem er bæði bragð og lyktarlaust og verndar litla kinnar. Sérstaklega hönnuð þannig að fingur foreldra geti stutt við snuðið.

Opna vöru

Mádara SOS Recharge dagkrem 15 ml.

Mádara SOS Hydra Recharge krem er frábært fyrir þurra húð.  Kremið er blandað við "age-defying" antioxidants sem henta sérstaklega fyrir norrænar aðstæður og inniheldur hörfræ og hyaluronic sýru.  Húðin verður rakameiri, endurnýjast og róast við notkun og mun geisla af heilbrigðri. Hentar öllum húðgerðum. Fyrir mömmuna og pabbann.

Opna vöru

Optibac Baby Drops góðgerlar

Hágæða góðgerlar fyrir ungabörn allt frá fæðingu til 3 ára aldurs. Framleitt af ástúð af Optibac, einu fremsta vörumerki Bretlands í góðgerlum. Án glútens og mjólkur.

Opna vöru

Pharmaceris Emotopic 3in1 Wash Gel 50 ml.

Hreinsigel fyrir andlit, líkama og hár fyrir alla fjölskylduna. Fyrir þurra og viðkvæma húð frá fyrsta degi. Minnkar þurrk, kláða og roða í húð hjá þeim sem eru með 

Opna vöru

Chitocare græðandi sprey 50 ml.

ChitoCare® medical græðandi sprey sefar einkenni svo sem kláða og roða, verndar húðina og stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar. Gott á væg sár og brunasár, sólbruna, bólur (unglingabólur), húðútbrot, þurra húð, flugnabit og húðbólgur. Áhrifarík skyndihjálp. Má einnig nota á húð til styrkingar, verndar og í forvarnarskyni. Hentar fyrir alla aldurshópa, einnig eldra fólk og börn. Íslensk vara.

Opna vöru

Hafðu í huga..

  • Vöggugjöfin er hugsuð fyrir verðandi foreldra og börn að þriggja mánaða aldri.
  • Vöggugjöfin nýtist verðandi og nýbökuðum foreldrum best og er hugsuð fyrir foreldra en ekki aðstandendur.
  • Til að sem flestir foreldrar og nýfædd börn geti notið Vöggugjafarinnar gerum við einungis ráð fyrir einni Vöggugjöf fyrir hvert barn.
  • Við sérveljum gæðavörur í Vöggugjöfina, en þær gætu verið mismunandi milli mánaða/ára.
  • Vöggugjöfin er sérvalin og því er ekki hægt að skila eða skipta einstaka vörum úr Vöggugjöfinni.
  • Sækja þarf gjöfina innan 14 daga eftir að póstur berst um að pöntun sé tilbúin til afhendingar.
  • Vörurnar í Vöggugjöf Lyfju eru pakkaðar inn í pappaöskju með örverueyðandi lakki sem á sér engar hliðstæðu. Þegar lakkið kemst í snertingu við ljós og súrefni þá hverfur 99,99% af þeim bakteríum, veirum og sveppum sem kunna að hafa verið á prentfletinum.

Ef einhverjar spurningar vakna, eða ef þú ert með ábendingu, sendu okkur þá tölvupóst á lyfja@lyfja.is eða hafðu samband á netspjalli Lyfju.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka