Pharmaceris E, Emotopic Physiological foam sjampó 200 ml.

Sjampó sem hægt er að nota frá fæðingu. Það verndar ysta lag húðarinnar og er ætlað til daglegra nota fyrir viðkvæman, þurran og eða ertan hársvörð. Dregur úr þurrki og sefar kláða hjá börnum, fullorðnum og þeim sem eru með barnaexem (e. atopic dermatitis). Þetta sjampó er mjög milt og ertir ekki viðkvæm augu barna. Sjampóið hreinsar hár og hársvörð vel án þess að skaða verndandi himnu húðarinnar og hársvarðarins.

Vörunúmer: 10146723
+
2.929 kr
Vörulýsing

Virk innihaldsefni á borð við D-panthenol og betaine veita hársverðinum góðan raka og náttúrulega vernd gegn ertingu, þurrki og flögnun. Kamilluþykkni dregur úr viðkvæmni hársvarðarins um leið og það styrkir hár og hársvörð.

Sjampóið dregur úr kláða og kemur í veg fyrir þurrk í hársverði. Þessi vara er þróuð og prófuð undir eftirliti húðlækna.

Án parabena, litarefna, SLES og rotvarnarefna.

Emolient er dregið úr latínu og þýðir að mýkja. Emotopic línan er fyrir þurra og mjög þurra húð. Hana má nota frá fæðingu en hún er einnig ætluð fullorðnum. Öll fjölskyldan getur notað þessar vörur. Þær styrkja ysta lag húðarinnar og veita henni alla þá næringu og raka sem hún þarfnast. Þurr húð flagnar oft og á henni myndast þurrkublettir. Þessi lína er hönnuð til þess að mýkja og sefa húðina og draga úr einkennum barnaexems (e. atopic dermatitis) og fyrirbyggja útbrot. Hún sefar og róar þurra húð þannig að hún verður mjúk og teygjanleg á ný.

Tengdar vörur