Andleg líðan
Hjá konum eru skapsveiflur, kvíði og þunglyndi mjög algengir kvillar á breytingaskeiðinu. Minnkun á estrógeni, prógesteróni og testósteróni hefur áhrif á heilann okkar og þar af leiðandi á andlega heilsu. Hjá körlum getur hormónaójafnvægi haft áhrif á skap og andlega líðan. Streita og kvíði hafa líka mikil áhrif á magn testesteróns. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að þunglyndi, kvíða og skapsveiflum og því gott að ráðfæra sig við lækni