Vítamín | Konur
Einkenni breytingaskeiðs geta komið og farið jafnharðan, eru mismunandi að lengd, alvarleika og hvaða áhrif þau hafa á konur. Með réttri næringu og heilsusamlegum lífsstíl er hægt að hafa áhrif á hvernig líkaminn bregst við á þessu tímabili. Lykillinn er fólginn í því að hjálpa líkamanum að aðlagast nýju lífsskeiði og því fyrr sem konur byrja, því betur verða þær í stakk búnar að takast á við breytingaskeiðið.