Augu og eyru
Lútein og zeaxanthin eru með mikilvægustu næringarefnum fyrir augnheilsuna. Líkaminn framleiðir ekki þessi öflugu andoxunarefni og því verða þau að koma með matnum sem við borðum eða taka inn sem bætiefni. Það eru fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi lúteins og zeaxanthin. Þau vernda sjónhimnuna gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla eins og sólarljóss og auk þess draga þau úr framgangi algengra augnsjúkdóma eins og aldurstengdri augnbotnahrörnun.