Svefninn
Svefn er mikilvægur fyrir almenna heilsu og vellíðan. Skortur á svefni getur leitt til margvíslegra neikvæðra heilsufarsáhrifa, þar á meðal er aukin hætta á hjartasjúkdómum, sykursýki, offitu, veikara ónæmiskerfi og getur aukið kvíða. Mikilvægt er að miða við 7-9 tíma svefn á nóttu og skapa svefnvænt umhverfi með því að hafa svefnherbergið dimmt, rólegt og svalt.