Jörth Dorm 85 gr.

Dorm er hágæða bætiefni sem stuðlar að slökun og eðlilegum svefngæðum. Með þurrgerjuðum íslenskum mysupróteinum, sérhannaðri örhjúpaðri góðgerlablöndu, L-tryptófani, L-þeaníni og pýridoxíni stuðlar Dorm að slökun og eðlilegri endurheimt.

Vörunúmer: 10170946
+
12.998 kr
Vörulýsing

Viltu bæta svefnvenjur og hvílast betur? Heilbrigð þarmaflóra er ein af forsendum góðrar andlegrar heilsu, svefngæða, heilbrigðs taugakerfis og almennri vellíðan.

Dorm 2.0 er háþróað bætiefni úr hágæða náttúrulegum íslenskum hráefnum sem eflir þarmaflóruna, nærir taugakerfið og getur bætt svefninn. Dorm inniheldur íslensk þurrgerjuð mysuprótein, sérhannaða blöndu af sjö míkróhjúpuðum góðgerlum, sérvöldum amínósýrum og pýrídoxín (B-6).

  • Bætir svefngæði: Inniheldur L-tryptófan og L-þeanín, amínósýrur sem styðja við framleiðslu taugaboðefna eins og serótóníns og melatóníns sem rannsóknir sýna að bæti svefn.
  • Eflir heilbrigði taugakerfis: Sérvalin blanda amínósýra, pýrídoxín (B6) og þurrerjað gerjað mysuprótein styðja við taugakerfið og hjálpa til við að draga úr streitu og spennu.
  • Eflir þarmaflóruna: Inniheldur sjö tegundir sérvalinna míkróhjúpaðra góðgerla sem viðhalda heilbrigðri þarmaflóru og bæta samskipti þarma og heila sem rannsóknir sýna að hefur jákvæð áhrif á svefn og andlega heilsu.
  • Nærir taugaboðefni: Pýrídoxín (B6) og amínósýrur eins og L-glútamín og glýsín stuðla að framleiðslu taugaboðefna eins og GABA, sem hjálpa við að róa taugakerfið og bæta svefngæði.
  • Græðandi áhrif á meltingarveginn: Míkróhjúpuð góðgerlablandan og gerjað mysuprótein haft jákvæð áhrif á svefn með því að bæta tengslin milli þarma og heila.
  • Öflug samsetning lífvirkra efna: Inniheldur L-tryptófan, L-þeanín og pýrídoxín sem rannsóknir sýna að saman stuðla þessi efni að betri svefgæðum, rólegra taugakerfi og almennt betri andlegri líðan.

Dorm inniheldur L-tryptófan, L-theanine og B6-vítamín sem vinna saman að því að auka framleiðslu melatóníns og GABA, sem hjálpa til við að róa taugakerfið og bæta svefngæði. Þessi blanda stuðlar að djúpri slökun og gerir þér auðveldara að sofna og viðhalda góðum svefni.

Notkun

Til að fá sem mest út úr Dorm er mikilvægt að taka það rétt.

Fyrir nóttina
Besti tíminn til að taka Dorm er um 30-60 mínútum áður en þú ferð að sofa. Þetta gefur innihaldsefnunum eins og L-tryptófani og L-þeanín tíma til að virka og stuðla að slökun og betri svefngæðum.

Drekktu vatn með
Drekktu glas af vatni með bætiefninu. Þetta auðveldar upptöku næringarefnanna og tryggir að þau komist hratt inn í kerfið.

Regluleg inntaka
Er lykilatriði til að tryggja að líkaminn fái stöðugt þau efni sem stuðla að betri svefni. Þó að þú finnir mun eftir fyrstu notkun eru áhrifin langvarandi þegar það er tekið stöðugt yfir lengri tíma.

Ekki borða fyrir nóttina
Ef mögulegt er, forðastu að borða mjög þunga máltíð rétt áður en þú tekur bætiefnið. Þungar máltíðir geta haft áhrif á svefngæði og hvernig líkaminn nýtir innihaldsefnin

Innihald

Þurrgerjað íslensk mysuprótein: Bætir næringu og viðheldur heilbrigðum þarmafrumum.

Míkróhjúpaðir góðgerlar

  • Lacticaseibacillus casei: Styður við þarmaflóru og róar taugakerfið.
  • Lacticaseibacillus helveticus: Hjálpar til við að bæta svefngæði og draga úr streitu.
  • Lacticaseibacillus rhamnosus: Styður við meltingu og ónæmiskerfið.
  • Lactiplantibacillus plantarum: Styður við þarmaflóru og bætir meltingarstarfsemi.
  • Ligilactobacillus gasseri: Bætir meltingu og stuðlar að heilbrigðum þörmum.
  • Limosilactobacillus fermentum: Styður við ónæmiskerfi og bætir meltingarferli.
  • Limosilactobacillus reuteri: Hefur róandi áhrif á taugakerfið og bætir svefn.

Aminósýrur

  • L-tryptófan: Nauðsynlegt fyrir framleiðslu á serótóníni og melatóníni, sem styðja við betri svefn.
  • L-þeanín: Hefur róandi áhrif og stuðlar að betri svefngæðum.
  • Glýsín: Styður við vöðvaslökun og hjálpar til við svefn.
  • L-glútamín: Styður við meltingarveginn og bætir þarmaheilbrigði.
  • Pýridoxín HCl (B6-vítamín): Stuðlar að taugaboðefnaframleiðslu og eykur svefngæði.
  • Nútral próteasi (Bacillus subtilis); Ensím sem stuðlar að betri meltingu.

Tengdar vörur