Færðu reglulega kvef eða einhverja umgangspest eða ertu með langvinnar bólgur? Rannsóknir sýna að heilbrigður meltingarvegur er grunnur að öflugu ónæmiskerfi sem verndar líkamann gegn veikindum.
Immun 1.1 er háþróað bætiefni úr hágæða náttúrulegum hráefnum sem að græðir meltingarveginn og styrkir ónæmiskerfið. Immun inniheldur einstaka sérhannaða blöndu af gerjaðri íslenskri broddmjólk, lysozyme og ovótransferríni.
Immun inniheldur einnig næringarefni eins og sínk, A-vítamín og bíótín sem vernda líkamann, græða meltingarveginn og styrkja ónæmiskerfið. Með öflugum innihaldsefnum eins og hjálpar Immun þér að vera við góða heilsu og verja þig gegn sýkingum.
- Eflir ónæmiskerfið: Inniheldur gerjaða íslenska broddmjólk ásamt viðbættu lysozyme og ovótransferríni sem vinna sérstaklega gegn sýkingum og bólgum.
- Græðandi áhrif: Broddmjólkin græðir og byggir upp heilbrigðan meltingarveg.
- Öflug vítamín og steinefni: Sínk eflir ónæmiskerfið, A-vítamín og bíótíni viðhalda heilbrigri slímhúð í öndunarfærum, meltingarvegi og þvagfærum.
- Náttúruleg hráefni: Framleitt úr hágæða náttúrulegum hráefnum án allra aukaefna.
- Öflug vörn: Má nota daglega en sérstaklega mikilvægt á álagstímum eða til að verjast umgangspestum.
Broddmjólk er næringarríkasta afurð spendýrs, er ofurfæða og ver okkur fyrir sýkingum og sjúkdómum þar sem hún inniheldur ónæmisþætti, vaxtaþætti, bakteríueyðandi peptíð, núkleótíða, steinefni, vítamín og mjólkurfitu. Eiginleikar hennar hafa verið rannsakaðir í tengslum við sjúkdóma í mönnum, svo sem í meltingarvegi, við ofnæmum og sjálfsofnæmissjúkdómum, sýkingum, ofþyngd og sykursýki I og II. Samverkandi þættir ovo- og bovine lysozyme ásamt laktóferríni og ovótransferríni veita breiðvirka ónæmiseflandi virkni, hafa breiðvirka örverueyðandi verkun gegn sýklum, ásamt því að vera einnig bólgueyðandi og andoxandi.