Hvarmabólga
Hvarmabólga (Blepharitis) er samheiti yfir mismunandi tegundir bólgutilfella í augnlokum. Hún er oft langvarandi ástand og krefst oft daglegrar hreinsunar á augnlokum. Hvarmabólga getur leitt til augnþurrks. Einkenni hennar eru:
- Bólgin augnloksrönd og stíflaðir kirtlar
- Rauð og bólgin augnloksrönd með skorpu, fitu eða skrælnuðum húðfrumum í augnhárum
- Kláði, erting eða lekandi augu (t.d. við ofnæmi eða sýkingu)