OcuSci augnmaskinn

Mælt er með OcuSci augnmaskanum af sérfræðingum þar sem þörf er á djúphitameðferð. Það hefur verið sannað með klínískum rannsóknum að augnmaskinn beri árangur hvað varðar þurr augu, hvarmabólgu og spennu í vefjum í kringum augun.

Vörunúmer: 10141740
+
7.225 kr
Vörulýsing

Augnmaskann má nota heitan eða kaldan. Hann má hita í örbylgjuofni en einnig má frysta augnmaskann og virkar hann þá vel t.d. fyrir fólk með bjúg í kringum augun. 

Augnmaskinn byggir á svo kallaðri "Hydro Heat" tækni og hann þarf aðeins að nota í 3-5 mínútur.

Helstu kostir:

 • Hydro Heat tækni gerir það að verkum að hiti nær sérstaklega djúpt inn í húðina
 • Augnmaskinn helst stöðugur með bandi aftur fyrir höfuð (franskur rennilás)
 • Ekki þarf að nota neitt vatn
 • Auðveldur í notkun - tilbúinn á nokkrum mínútum
 • Unnt að þvo ytra byrði augnmaskans og nota endurtekið
 • Þægilegur og mjúkur
 • Árangur næst með notkun í stutta stund eða aðeins 3-5 mínútur
 • Uppbygging augnmaskans kemur í veg fyrir bakteríu- og sveppavöxt
 • Augnmaskinn þornar ekki né leysist upp
 • Fer ekki að gefa frá sér ólykt
 • Íslenskar leiðbeiningar

Tengdar vörur