Kalk
Kalk, öðru nafni kalsíum er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Það er um 1,5 til 2% af líkamsþyngd, þar af 99% í beinum. Kalk er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og tanna. Það er mikilvægt fyrir myndun ensíma í líkamanum. Samdráttur vöðva, sending rafboða, stjórnun hjartsláttar og storknun blóðs þarfnast kalks. Rannsóknir benda til að kalk geti lækkað blóðþrýsting, minnkað blóðfitu og dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.