Selen
Selen er snefilsteinefni sem m.a. fyrirbyggir að fita oxist eða þráni. Selen er mikilvægt andoxunarefni sérstaklega með E-vítamíni, en þau eru samvirk. Saman hjálpa þau meðal annars við framleiðslu mótefna og til að viðhalda heilbrigði hjarta og lifrar. Selen verndar ónæmiskerfið með því að koma í veg fyrir myndun sindurefna sem vinna skemmdir á frumum líkamans. Selen er nauðsynlegt starfsemi briskirtilsins og fyrir teygjanleika vefja.