OcuSoft hreinisklútar fyrir augnhvarma 30 stk.

Sérstaða OCuSOFT blautklútanna er sú að ekki þarf að skola hvarmana eftir notkun. Um er að ræða áhrifaríka leið til að meðhöndlunar á hvarmabólgu. Hvarmabólga (Blepharitis) er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu, þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa ríkuleg áhrif á daglegt líf fólks.

Vörunúmer: 10131071
+
4.998 kr
Vörulýsing

Hvarmabólga er yfirleitt fremur góðkynja sjúkdómur en getur þó í undantekningartilfellum valdið augnskaða og jafnvel varanlegu sjóntapi. Í þeim tilvikum verður erting frá hvörmum svo mikil á auganu að slímhimna augans vex inn á hornhimnu eða að hornhimna augans þynnist og skemmist.

Um ástæður sjúkdómsins er lítið vitað en talið er að um sé að ræða ofnæmi fyrir bakteríum sem við erum öll með á hvörmunum. Ofnæmið veldur langvinnri bólgu í hvörmum, með roða og þrota sem truflar oft starfsemi fitukirtla í hvörmunum. Fitukirtlar þessir búa til fitu sem myndar brák ofan á tárunum, þannig að þau haldist á augunum og smyrji þau nægilega. Ef gæði þessarar fitubrákar eru ekki nægilega mikil gufar meira upp af tárum og þau renna niður. Því eru þurr augu oft fylgifiskur hvarmabólgu.

Hvarmabólga getur einnig valdið augnloksþrymlum (chalazion) sem í börnum kemur oft fram sem vogris (stye). Hvort tveggja eru stíflaðir fitukirtlar sem blása út og valda oft miklum óþægindum.

Helstu einkenni

  • Sviði, “súrnar í augum”
  • Óskýr sjón
  • Aðskotahlutstilfinning, pirringur
  • Smákláði
  • Roði í hvörmum og augum
  • Óþægindi í augum eftir tölvuvinnu, lestur eða eftir að horft er á sjónvarp
  • Bjúgur  á hvörmum

Oft er erfitt að greina á milli einkenna hvarmabólgu og þurra augna. Þó má segja að sviði sé meira áberandi í hvarmabólgu en aðskotahlutstilfinning í augum meira áberandi í þurrum augum.

Þó ber að leggja áherslu á að þurr augu og hvarmabólga koma oft fram saman og þarf því oft að meðhöndla hvort tveggja.

Hvað veldur?
Líkt og áður segir er margt á huldu hvað varðar orsök og tilurð þessa sjúkdóms. Hann virðist vera algengari í ljóshærðu fólki og er rauðhærðum einstaklingum sérstaklega hætt við að fá hvarmabólgu. Líklega kemur ofnæmi inn í tilurð sjúkdómsins á einhverju stigi, sennilega gegn bakteríum sem við erum öll með á hvörmum okkar.

Sum lyf geta stuðlað að hvarmabólgu, s.s. sum krabbameinslyf og húðþrymlalyfið Roaccutane.

Meðferð
Meðferð hvarmabólgu er oftast ekki flókin en hún krefst töluverðrar natni og reglusemi. Lengi vel var einugis til svo kölluð þvottapoka meðferð,

þá að meðhöndla augu með heitum bökstrum. En með tilkomu augnheilbrigðisvara er meðferðin orðin vænari á augun og húðina í kring en sterkariá bakteríurnar.

Þessar vörur eru dauðhreinsaðar (sterile) í formi bæði gels í túpu, froðu og blautklúta. Vörur sem ættu að létta fólki með hvarmabólgu lífið.

Flestar gerðir hvarmabólgu eru ekki vegna sýkingar og eru því jafnan ekki smitandi.

Gagnslítið er að bera sýklalyf á hvarmana, þar sem bakteríur þessar eru alls staðar í umhverfi okkar og setjast aftur á hvarmana þegar notkun sýklalyfsins lýkur.

Jafnframt er mælt með því að taka lýsi eða Omega-3 fitusýruperlur.

Einstaka sinnum þarf að beita öðrum meðferðarmöguleikum, s.s. sýklalyfjum o.fl. en í flestum tilvikum nægja augnheilbrigðisvörurnar,  froðan og/eða klútarnir – hvarmaþvotturinn.
Þvottur hvarma er mikilvægur.

Tengdar vörur