Viteyes Classic AREDS2 60 stk.

Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun sem byggir á AREDS2 rannsókninni.  Í þeirri rannsókn var könnuð fyrirbyggjandi verkun andoxunarvítamína gegn aldursbundinni augnbotnahrörnun.

Vörunúmer: 10127315
+
5.898 kr
Vörulýsing

Augnbotnahrörnun er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgróf sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu. Vitað er að ellihrörnun í augnbotnum er algengari með hækkandi aldri og að reykingar ýta undir þróun votrar hrörnunar. Ættarsaga og hár blóðþrýstingur eru einnig áhættuflættir.

Unnt er að hægja á sjúkdómnum og draga úr líkum á votri hrörnun með inntöku ákveðinna vítamína. Provision býður upp á Viteyes sem er sérþróað vítamín, samsetning með tilliti til augnbotnahrörnunar. 

Lútein og zeaxantín eru adoxunarefni sem fyrirfinnast í augnbotninum. Við rannsókn AREDS kom í ljós að þeir þátttakendur sem hófu rannsóknina með litlu magni af lúteini og zeaxantíni í sínu mataræði og fengu viðbætt lútein og zeaxantín meðan á rannsókninni stóð voru 25 prósent ólíklegri til að þróa með sér ellihrörnun í augnbotnum á efri stigum samanborið við þátttakendur með svipað mataræði og tóku ekki inn Lútein og Zeaxantín. 

  • C vítamín
  • E vítamín
  • Sink
  • Kopar
  • Lútein
  • Zeaxantín

Til að tryggja hámarksgæði og -virkni eru innihaldsefni Viteyes öll í hæsta gæðaflokki og framleidd í samræmi við hæstu staðla í vörugæðum.

Ábyrgðaraðili: Provision ehf.


Tengdar vörur