Woobamboo

Woobamboo eru, eins og nafnið bendir til, gerðir úr bambus. Bambus er þeim magnaða eiginleika gæddur að vera náttúrulega sýklahamlandi. Woobamboo eru framleiddir úr bambus sem er ræktaður á sjálfbæran hátt og engar áhyggjur, enginn Pandabjörn missti úr máltíð vegna framleiðslunnar. Woobamboo býður uppá tannbursta fyrir börn og fullorðna og umhverfisvænan tannþráð. Allt er þetta úr náttúrulegum efnivið sem brotnar niður í náttúrunni. Líka umbúðirnar.