Diveen® gegn áreynsluþvagleka hjá konum #Medium

Diveen® er búnaður sem komið er fyrir í leggöngum og styður við þvagrásina til að koma í veg fyrir einkenni áreynsluþvagleka hjá konum. Diveen® er skráð lækningatæki og fæst í tveimur stærðum, medium og small. Medium hentar flestum konum. Í hverjum kassa eru fimm stykki af Diveen® ásamt einu uppsetningaráhaldi (stjöku).

Vörunúmer: 10158529
+
5.899 kr
Vörulýsing
Kostir Diveen®
  • Þvaglekavörn sem sést ekki.
  • Minnkar umtalsvert áhættuna á þvagmissi.
  • Gert úr lífsamræmanlegu (biocompatible) efni sem er ætlað í lækningatæki.
  • Jafn auðvelt í notkun og tíðatappi.
  • Tólf klst vörn þar sem þú getur stundað líkamlega áreynslu áhyggjulaust. 
 
Lesið vandlega notkunarleiðbeiningar á íslensku sem fylgja hverjum kassa af Diveen® en þær má einnig sjá hér.
 
Vinsamlega leitaðu ráða hjá lækni til þess að fá bestu mögulegu meðferð við þvagleka. 

Tengdar vörur