Great British Grooming anditsskrúbbur 100 ml.

Andlitsskrúbbur sem fjarlægir óhreinindi, hreinsar svitaholurnar og frískar upp á húðina. Hentar viðkvæmri húð.

Vörunúmer: 10146931
+
2.133 kr
Vörulýsing

Við köllum á alla skeggjaða karlmenn!
Við hjá Great British Grooming gerum við skeggumhirðuna auðvelda. Við erum með frábæra vörulínu af snyrti- og þykkingarvörum fyrir skegg, sem gera þér kleyft að móta skegg drauma þinna.

Flott skegg getur verið fullkomin viðbót á hvaða andlitslag sem er. Það er einungis eitt sem allt andlitshár á sameiginlegt, frá stubbum til geitartoppa eða mikils makka – og það er viðhald!

Eitt af því sem fólk virðist ekki skilja er að fallegur skeggvöxtur er ekki bara fólgin í því að hætta að raka sig. Það tekur tíma, þolinmæði og þrautseigju að láta andlitshárin dafna. Skegg sjá ekki um sig sjálf, jafnvel þó þau séu fullvaxin. Þau þarf að næra og viðhalda með góðum snyrtivörum.

Mótun er mjög mikilvæg fyrir allar týpur af skeggi, sérstaklega ef maður vill forðast þetta grófa hellisbúa útlit. Hvort sem þú vilt hafa skeggið stutt eða sítt, þarftu samt að halda því við. Það skiptir ekki máli hversu löngum tíma þú hefur eytt í að láta það vaxa, því ef þú hugsar ekki um skeggið verður það fljótt sóðalegt.

Það eru mörg einföld ráð til að halda skegginu við, eins og til að mynda að raka meðfram skegglínunni, en það er sumt sem þú getur ekki gert án þess að nota til þess réttu vörurnar. Þú þarft einnig að finna hina fullkomnu hálslínu. Ef þú rakar þig of hátt, getur það litið út eins og þú sért með undirhöku; á meðan að hár á röngum stað getur látið allt skeggið líta út fyrir að vera ósnyrtilegt. Að ganga úr skugga um að hálslínan sé vel mótuð er lykillinn að því að viðhalda flottu og snyrtilegu skeggi.

Stundum eru bestu skeggsnyrtivörur í heimi ekki nægar ef þú ert ekki með réttu vöruna fyrir þig. Að sjálfsögðu getur það verið góður grunnur, en til þess að láta skeggið skarta sínu besta þarftu að þvo það, setja í það olíu og vernda það með góðum vörum. Við hjá Great British Grooming framleiðum heildstæða vörulínu fyrir skeggumhirðu sem hentar öllum tegundum skeggs. Hvort sem þú vilt láta skeggið vaxa, þykkja það, styrkja eða bara bæta heildarútlitið, þá erum við með réttu vöruna fyrir þig.

Notkun

​Kreistu í blautan lófann. Dreifðu í báða lófa og nuddaðu varlega yfir rakt andlitið. Skolaðu af og þerraðu með handklæði.

Innihald
  • Argan olía – rík, nærandi olía.
  • Eldfjallaaska (Bentonite leir) – dregur út óhreinindi í húðinni.
  • Þykkni úr svartri myntu – endurnýjar húðina og frískar upp á hana.

Tengdar vörur