Bleika slaufan
Verum til fyrir konurnar í lífi okkar
Í ár er Bleika slaufan tileinkuð öllum þeim sem takast á við krabbamein og aðstandendum þeirra. Árlega greinast að meðaltali um 850 konur með krabbamein og 300 konur deyja að meðaltali úr krabbameinum. Í dag eru 9000 konur á lífi sem fengið hafa krabbamein. Í átakinu í ár er lögð áhersla á að vera til. Lifum lífinu og verum til staðar þegar kona greinist með krabbamein og tilveran breytist snögglega. Með kaupum á Bleiku slaufunni átt þú þátt í að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra. Takk fyrir stuðninginn. Þitt framlag skiptir máli.