Florealis

Florealis er íslenska lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í viðurkenndum jurtalyfjum og lækningavörum sem innihalda virk efni úr náttúrunni. Markmið Florealis er að bæta heilsu og vellíðan fólks en allar vörur Florealis byggja á vísindalegum grunni og hafa viðurkennda virkni við ákveðnum sjúkdómum.

Vörulína Florealis fer ört stækkandi en í dag er Florealis með fjögur skráð jurtalyf í apótekum og fimm náttúrulegar lækningavörur. Jurtalyfin eru við fjölbreyttum vandamálum á borð við kvíða, svefntruflanir, mígreni, blöðrubólgu og gigtarverki en lækningavörurnar eru ætlaðar til að meðhöndla vægar húðsýkingar og óþægindi á viðkvæmum svæðum. Öll jurtalyfin og náttúrulegu lækningavörurnar fást án lyfseðils.